Minnisblaðabrennur

frettinGeir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Í gær birtist svolítil grein eftir mig á vefritinu Krossgötur, og endar á eftirfarandi orðum:

Margir þeirra sem urðu fyrir aðkasti fyrir að svo mikið sem staldra við minnisblöðin hafa tengst þéttum böndum í ýmsu samstarfi og jafnvel með vináttu. Mörg samtök hafa orðið til sem vinna hörðum höndum að því að koma áreiðanlegum og vönduðum rannsóknum til skila á mannamáli til þeirra sem hafa áhuga á slíku á meðan blaða- og embættismenn endurflytja fréttatilkynningar lyfjafyrirtækja. Einstaklingar með mjög ólíkar pólitískar áherslur en sameiginlega ástríðu fyrir málfrelsi og borgaralegum réttindum hafa fundið sameiginlegan vettvang fyrir samstarf og mannréttindabaráttu.

Þetta er mögulega örlítill grenjandi minnihluti en hann mun ekki láta SARS-CoV-3 slá sig út af laginu. Ég vona að sem flestir vilji slást í hópinn, eða hópana. Kannski verður hægt að halda útihátíð slíks fólks og brenna minnisblöð til upphitunar.

Ég meina þetta kannski ekki bókstaflega. Minnisblöð eru afskaplega þunnur og ómerkilegur pappír sem þarf að brenna í miklu magni til að eitthvað gagn sé af. En sem táknrænn gjörningur kannski góð leið til að fá útrás.

Núna þurfum við bara að bíða róleg eftir næstu veiru sem á að hræða okkur og amala innandyra og um leið takmarka hið hræðilega kolefnafótspor sem venjulegt og innihaldsríkt líf felur í sér. Verður það fuglaflensa? Kynlífsvörtur? Ný kórónuveira? Spennan magnast. En ég tel víst að álhattarnir, brjáluðu samsæriskenningasmiðirnir, anti-vísindafólkið, ömmumorðingjarnir, smitberarnir, kynþáttahatararnir og aðrir sem hafa ekki þróað með sér hjartavandamál, sjálfsónæmi og annað gott finni gott stuðningsnet í hverjum öðrum, og bjóði vitaskuld með opnum örmum þá sem sjá á eftir því að hafa látið smala sér í sprautuhallir.

Því þetta er mögulega bara rétt að byrja.

Skildu eftir skilaboð