Aftenposten biðst afsökunar á RSK-miðlum

frettinPáll Vilhjálmsson, PistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Innsikt, tímarit norska stórblaðsins Aftenposten, biðst afsökunar á lélegri blaðamennsku og fjölmörgum staðreyndavillum í fréttagrein sem skrifuð var í þágu íslenskra blaðamann RSK-miðla (RÚV, Stundarinnar og Kjarnans - nú Heimildin).

RSK-miðlar fengu danskan blaðamann, Lasse Skytt, sem einnig auglýsir sig sem almannatengil, til að skrifa fréttasamantekt um Namibíumálið og rannsókn lögreglu á aðild blaðamanna að byrlun Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja. Skytt fékk greinina birta í febrúarútgáfu Innsikt.

Skytt skrifaði styttri útgáfu af greininni og fékk hana birta í dönsku fagriti blaðamanna. Tilfallandi athugasemd fjallaði um vinnubrögð RSK-miðla við að kaupa sér frægð í útlöndum á fölskum forsendum.

Í marsútgáfu Innsikt er löng afsökunarbeiðni þar sem raktar eru margar villur og rangtúlkanir í grein Skytt. Íslensku blaðamennirnir útveguðu Skytt aðgang að Jóhannesi Stefánssyni, svokölluðum uppljóstrara. Jóhannes talar aðeins við þá blaðamenn sem gleypa frásögn hans hráa og fjalla ekki um hve vafasöm heimilduppljóstrarinn er.

Í afsökunarbeiðni Innsikt er tekið fram að útgáfan hafi ekki séð neinar trúverðugar heimildir um að Jóhannes hafi fyrir hönd Samherja mútað embættismönnum í Namibíu. ,,Það hefði átt að koma fram í greininni," segir Innsikt, ,,að Jóhannes er einn til frásagnar um að hafa stundað mútur."

Skytt hafði ekki samband við Samherja þegar hann undirbjó greinina. Enda var Skytt í vinnu hjá RSK-miðlum til að ófrægja Samherja. Aldrei stóð til sjónarmið annarra en RSK-miðla kæmust á framfæri. Afsökunarbeiðni Innsikt segir: ,,Verkferlar hjá okkur brugðust. Grunnatriði blaðamennsku er að ásakanir séu bornar undir þá sem þær beinast að. Það var ekki gert í þessu tilviki."

Innsikt biðst einnig afsökunar á að í grein Skytt séu yfirheyrslur lögreglu yfir blaðamönnum tengd Namibíumálinu. Umfjöllun um skýrslutöku lögreglu af blaðamönnum átti ekki heima í umfjöllun um Namibíumálið, segir í yfirlýsingu Innsikt. Blaðamennirnir eiga aðild að byrlun, gagnastuldi og brot á friðhelgi. Það er sjálfstætt mál kennt við Pál skipstjóra.

Í Noregi eru grunnatriði blaðamennsku virt. Á Íslandi er enginn munur á almannatengslum og blaðamennsku. RÚV, Stundin og Kjarninn (nú Heimildin) stunda málflutning, ekki fréttaflutning.

Það verður í minnum haft að Aftenposten biðst afsökunar á íslenskri blaðamennsku.

Skildu eftir skilaboð