Biðst Blaðamannafélagið afsökunar?

frettinFjölmiðlar, Páll Vilhjálmsson1 Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Blaðamannafélag Íslands dreifði sömu umfjöllun um Namibíumálið og Innsikt/Aftenposten, sem hefur beðist afsökunar á að hafa birt óvandaða frétt danska blaðamannsins

Lasse Skytt. Blaðamenn af RÚV og Heimildinni (Stundin og Kjarninn) keyptu þjónustu Skytt sem skrifaði greinar í erlendar útgáfur gagngert til að þær yrðu þýddar á íslensku.

Tilgangurinn var að bæta vígstöðu íslensku blaðamannanna sem eru sakborningar í lögreglurannsókn á byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og broti á friðhelgi.

Netútgáfa Blaðamannafélags Íslands, press.is, birti umfjöllun um grein Skytt í dönsku útgáfunni Jorunalisten. Líkt og í Innsikt/Aftenposten er Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, í stóru hlutverki. Eins og í Innsikt/Aftenposten skáldar Þórður Snær ofsóknir á hendur sér og öðrum blaðamönnum. Eftir ritstjóranum er haft

Hann [Þórður Snær} og þrír aðrir blaðamenn fengu skyndiheimsókn í Reykjavík frá hópi lögreglumanna. Þeim var ekið til Akureyrar, sjávarbyggðar á Norðurlandi þar sem Samherji er með höfuðstöðvar.

Íslenskum blaðamönnum var ekki smalað í bíl og þeim ekið norður yfir heiðar. Þetta er haugalygi. Þórður Snær ásamt þrem öðrum blaðamönnum var gert að mæta í skýrslutöku hjá lögreglu í Reykjavík 14. febrúar í fyrra. Þeir lögðu á flótta og létu ekki sjá sig í boðaða yfirheyrslu fyrr en í ágúst og september. Tímann á milli notuðu þeir til að eyðileggja gögn sem bendluðu blaðamennina við byrlun Páls skipstjóra, stuldi á síma hans og broti á friðhelgi.

Netútgáfa Blaðamannafélagsins endurbirtir ekki lygafrásögnina um nauðungarflutninga blaðamanna norður í land. Netútgáfa BÍ segir aftur þetta í endursögninni:

Samherjamálið er rifjað upp, og sú ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að hefja sakamálarannsókn gegn fjórum blaðamönnum í tengslum við fréttaflutning af einum anga Samherjamálsins.

Þetta er sama efnisgrein og birtist í Innsikt/Aftenposten og ritstjórinn biðst afsökunar á, sbr.

yf­ir­heyrsla ís­lenskra blaðamanna hjá lög­regl­unni á Norður­landi eystra hafi „ekki tengst um­fjöll­un þess­ara blaðamanna um um­rætt mál [þ.e. Namibíumálið] og kem­ur þannig mál­inu ekki við“

Hér liggur kýrskýrt fyrir að Þórður Snær og félagar hans sakborningarnir fá útlendan blaðamann til að halda því fram á erlendum vettvangi að lögreglan sé útsendari Samherja.

Hvorki í Journalisten né í Innsikt/Aftenposten er nafn Páls skipstjóra Steingrímssonar nefnt á nafn. En Páli var byrlað, síma hans stolið og brotið var á friðhelgi hans. Af þeirri ástæðu eru blaðamennirnir sakborningar í glæparannsókn. Ekki vegna skrifa þeirra um Samherja.

Nú þegar fagmenn sem kunna blaðamennsku, ritstjórn Innsikt/Aftenposten, hafa beðist afsökunar ætlar Blaðamannafélag Íslands ekki að gera það sama?

Já, vel á minnst. Höfundur greinarinnar í netútgáfu Blaðamannafélags Íslands heitir Auðunn Arnórsson. Hann er bróðir Þóru Arnórsdóttur sem er sakborningur líkt og Þórður Snær.

One Comment on “Biðst Blaðamannafélagið afsökunar?”

 1. Nei!
  Páll þú þarft ekki að láta þér dreyma um neitt slíkt!

  Núna er þetta vandaða lið að fara verlauna sig fyrir vandaðan fréttaflutning!
  https://www.visir.is/g/20232384967d/til-nefningar-til-blada-manna-verd-launa-kynntar

  Er ekki Sammi sauður og skósveinar hans á Vísi að fá tilnefningu, frábært!
  Ég er svolítið hissa að Kristján (skítadreifari) Kristjánsson sem reyndar gengur núna undir leyninafninu (ritstjórn DV) sé ekki á listanum, hann tikkar í öll boxin til að fá sömu tilnefninguna!

Skildu eftir skilaboð