Hvað er svona fyndið við helgarpabbann?

Erna Ýr ÖldudóttirGeir Ágústsson, Pistlar2 Comments

Eftir Geir Ágústsson. Birtist fyrst á Moggablogginu 4. mars 2023.

Mér var bent á að ríkisútvarp útvaldra viðhorfa (RÚV) tók að sér hið mikilvæga hlutverk um helgina að gera grín að svokölluðum helgarpöbbum“ (sjá hér, frá 40:25), þ.e. feður sem mega ekki hitta börnin sín nema aðra hverja helgi eða álíka.

Þessir helgarpabbar vita varla hvað börnin sín heita, vita ekki hvað eigi að gera með þeim í fríum og eru almennt ráðvilltir og aftengdir. Þetta er alveg rosalega skondið og allt það.

En höfum eitt á hreinu: Hugtakið helgarpabbi“ er afurð ríkisvaldsins og afleiðing nauðungar. Við skilnað vill hið opinbera meina, með valdboði, að pabbinn eigi að hitta börnin sín sem minnst og borga móðurinni sem mest. Mjög fáir karlmenn óska þess beinlínis að fá ekki að hitta börn sín og þurfa að halda uppi fyrrverandi maka sínum. Þeir geta reynt að fá valdboðinu hnekkt en flestir eiga ekkert erindi sem erfiði. Nei, kæri vinur, þú færð að borga. Allar bætur fara til mömmunnar. Þú færð reikninginn.

Þetta valdboð er ekkert aðhlátursefni. Í raun mætti líkja því við aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku sem entist langt inn í 20. öldina þar sem einum þjóðfélagshópi var haldið frá samfélaginu. Rosalega fyndið, ekki satt? 

Kannski ríkisútvarp útvaldra viðhorfa (RÚV) taki næst að sér að gera grín að fólki í hjólastól sem kemst ekki leiðar sinnar, fólki sem er mismunað með lögum á grundvelli kynþáttar eða kynhneigðar eða fórnarlömbum nauðgana sem tekst ekki að sannfæra dómstóla um málstað sinn af því nauðgarinn er lögreglumaður og hluti af kerfinu sem á að útdeila réttlæti. 

Sjáum hvað setur.

2 Comments on “Hvað er svona fyndið við helgarpabbann?”

  1. Hið djöfullegra mæðra hyggju ríkisvald og mæðraveldið sem með ójafnrétti rænir börn samvistum við feður sína og útskúfar feður út lífi barnanna er alræðisvald og sama hvaða áratugirnor líða þá breytast þessi mannréttindabrot litið sem ekkert þrátt fyrir að stöðugt sé tönglast a jafnan rétt kynjana þá eru börnin okkar algerlega undanþegin þeim réttindum.
    Setja þarf mæður í fangelsi fyrir þessar landlægu tálmanir barna og fyrir að ræna börnum frá feðrum og taka þau af landi brott. En ríkisvaldið er uppfullt af pissudúkkum sem ekki þora að stoppa þessa áratuga lögleysu og yfirgengilegu mannníðstefnu swm hérlendis ríkir.
    Katrín forsætisráðherra er algerlega siðblind og svarar út í bláinn og ræðir um kvennréttindi þegar hún er spurð að þessu málefni, það þarf nauðsynlega að fá aðra manneskju en hana Karrínu endalaust feminiska strengjabrúðu mæðraveldisins.
    Og til þess að á yrði hlustað af kvennöjinni þyrfti að starta aftur nornabrennum því siðlaust öfga alið mæðraveldið ætlar og mun ekki gangast undir jafnan rétt foreldra til barna sinna hérna á Íslandi.

Skildu eftir skilaboð