Dauðsföll hafa aukist um 26,3% meðal Íslendinga 40-49 ára

frettinTölfræði, UmframdauðsföllLeave a Comment

Eftir Brynjar Ármannsson sérfræðing í gagnagrunnum:

RÚV 13. janúar 2022:  „Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum COVID-19.“

Daglega í tvö ár flutti ríkisfjölmiðillinn ofur dramatískar fréttir af þjáningum af völdum smitsjúkdóms sem lagðist þungt á aldraða og veikburða. Ef smitaður einstaklingur á tíræðisaldri lést, þá var það tilkynnt sem um mikinn harmleik og stórfrétt væri að ræða, ekki aðeins á ríkisfjölmiðlinum heldur einnig á öllum helstu fjölmiðlum.   

Föstudaginn 25. febrúar 2022 var öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt á Íslandi. Ákvörðunin var byggð á minnisblaði sóttvarnalæknis dags. 22/02/2022 til ráðherra, hvar hann greinir frá því hvernig faraldurinn hafði þróast. Daglega hafi greinst á milli 2.100 og 2.800 smit en alvarleg veikindi hafi aftur á móti ekki aukist að sama skapi.

Fréttir af dauðsföllum nánast hurfu

Um þetta leyti dró verulega úr umfjöllun fjölmiðla um smitsjúkdóminn og fréttir almennt af dauðsföllum urðu fátíðari og af svipuðum toga og í fyrri tíð.

Snemma árs 2022 var aukning umframdauðsfalla á Íslandi. Dauðsföll voru mun tíðari en á árum hins svokallaða heimsfaraldurs. Stjórnvöld og fjölmiðlar sýndu því þó ekki áhuga, en þegar áhyggjufullir einstaklingar náðu að vekja athygli fjölmiðla, þá voru svör sérfræðinganna á þá leið að ekki væri nú alveg að marka sveiflur milli ársfjórðunga eða mánaða og að þetta myndi jafnast út.

Umframdauðsföll síðasta árs voru það mörg að fjölmiðlar komast illa hjá því að fjalla um málið, en þeir ganga ekki rösklega fram til að upplýsa um ástæðuna. Þess í stað virðast þeir fremur reyna að draga úr umræðunni um málið í þjóðfélaginu sem byggði að hluta til á gögnum frá evrópsku hagstofunni Eurostat. Hagstofa Íslands segir evrópsku hagstofuna fara með rangar tölur (“upplýsingaóreiða” í nýmóðins). Stjórnvöld sýna málinu engan áhuga og sérfræðingarnir nenna ekki að skoða málið ofan í kjölinn og segja að öruggt megi telja að þetta séu allt dauðsföll af völdum hræðilega smitsjúkdómsins sem hafði orðið nokkrum öldruðum- og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma að bana á sóttvarnatímabilinu

Sérfræðingum, sem vegna ótta yfirvalda við heilbrigðisógn, var afhent völdin yfir fólkinu í landinu í tvö ár, vita nú skyndilega ekki hvað snýr upp eða niður.

26,3% aukning á dauðsföllum hjá 40-49 ára

Samanburður á tölum Hagstofu Íslands fyrir árið 2022 og meðaltali fimm ára þar á undan, 2017 – 2021, sýnir að aukningin er mest í aldurshópnum 70 til 79 ára, eða 30%. Næst mest er hún í aldurshópi 40 til 49 ára, eða 26,3%, og rúm 20% hjá 60-69 ára.

Áhugaleysi stjórnvalda, fjölmiðla og sérfræðinganna er skerandi. Hvað veldur því að ekki er velt við öllum steinum í viðleitni til að upplýsa um ástæðuna í þeim tilgangi að snúa þróuninni við, er ráðgáta.

Meðan ekki koma fram fullnægjandi skýringar eða vilji yfirvalda til að upplýsa um málið, þá er eðlilegt að fólk leiti sér sjálft skýringa og spyrji sig hvað hafi breyst á síðustu árum sem geti valdið þessari þróun og sennilega er fyrsta svarið við þeirri spurningu hjá flestum: Sóttvarnaaðgerðir.

Fjöldi vísindarannsókna sem gerðar voru víða um lönd í lok árs 2021 og snemma árs 2022 staðfestu að ný afbrigði veirunnar (ómikron) smituðu hraðar, en hefðu margfalt vægari sjúkdómseinkenni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að þessi þróun hafi gengið til baka, enda er þetta eðlileg þróun nýrra veirusýkinga.

Þegar sóttvarnalæknir er spurður um aukin dauðsföll á Íslandi á árinu 2022 segir hann að þau skýrist af aukningu smita af ómíkron afbrigðinu og RÚV útvarpaði glórulausri rökleysu sóttvarnalæknis án frekari spurninga.       

Taflan hér að neðan byggir á tölum frá Hagstofu Íslands og sýnir samanburð dauðsfalla ársins 2022 og meðaltali síðustu fimm ára þar á undan.

Tölur frá Hagstofu Íslands

Skildu eftir skilaboð