Hver eru Samtökin 22?

frettinEldur Deville, PistlarLeave a Comment

Eftir Eld Deville:

„Ef við hætt­um að geta lýst raun­veru­leik­an­um, þá get­um við ekki leng­ur staðið vörð um áunn­in rétt­indi okk­ar“


Sam­tök­in 22 – Hags­muna­sam­tök Sam­kyn­hneigðra voru stofnuð fyr­ir ári síðan.

Við höf­um verið mikið í fjöl­miðlum að und­an­förnu vegna um­sagn­ar okk­ar til Alþing­is við frum­varp um bann á svo­kölluðum bæl­ing­armeðferðum og svo vegna hegðunar Ferðamála­stofu, ÖBÍ og Sjálfs­bjarg­ar gagn­vart Ivu Marín Adriv­hem sem var með í að stofna sam­tök­in okk­ar á sín­um tíma.

Við vilj­um gjarn­an fá að koma eft­ir­far­andi á fram­færi um okk­ur, starf­semi okk­ar og hvað við stönd­um fyr­ir.

Framtíðar­sýn okk­ar er sú að lesb­í­ur og homm­ar búi í sam­fé­lagi án mis­mun­un­ar eða for­dóma vegna sam­kyn­hneigðar sinn­ar. Við vilj­um efla og standa vörð um rétt­indi og hags­muni sam­kyn­hneigðra í hví­vetna. Við mun­um tryggja að radd­ir lesbía og homma heyr­ist í allri op­in­berri og póli­tískri umræðu sem hef­ur áhrif á líf okk­ar. Áhersla er lögð á tvíþætta mis­mun­un sem aðallega lesb­í­ur standa frammi fyr­ir. Við gef­um rödd­um lesbía aukið rými til þess að tjá þá tvíþættu mis­mun­un sem lesb­í­ur búa við og upp­lifa sem sam­kyn­hneigðar kon­ur.

Við vilj­um vernda börn sem kunna að al­ast upp og verða homm­ar og lesb­í­ur. Við vinn­um að því að vernda börn gegn skaðlegri, óvís­inda­legri hug­mynda­fræði sem gæti leitt til þess að þau trúi því að annað hvort per­sónu­leiki þeirra eða lík­ami þurfi að breyt­ast. Öll börn sem al­ast upp og verða að homm­um eða lesb­í­um eiga rétt á því að vera ham­ingju­söm og ör­ugg um kyn­hneigð sína og hver þau eru.

Gildi okk­ar

Við byggj­um sam­skipti okk­ar á virðingu. Við ræðum, leggj­um til og mót­mæl­um hug­mynd­um og mál­efn­um. Við för­um í bolt­ann, ekki mann­inn. Ágrein­ing­ur jafn­gild­ir ekki hatri. Við hvorki leyf­um, né styðjum hvers kyns móðgandi eða mis­mun­un­ar­hegðun í garð nokk­urs hóps eða ein­stak­lings. Við vinn­um í sam­vinnu, stönd­um sam­an, deil­um upp­lýs­ing­um og byggj­um upp tengsl við hópa og ein­stak­linga með sama hug­ar­fari. Við vilj­um vera leiðandi með seiglu í sam­fé­lag­inu til þess að ná já­kvæðum ár­angri.

Staðreynd­ir skipta máli

Nálg­un okk­ar er að skoða staðreynd­ir og gögn til þess að geta tekið upp­lýst­ar og mest áreiðan­leg­ar ákv­arðanir og miðla þeim á mál­efna­leg­an og heiðarleg­an hátt. Lög­gjöf, stefna, leiðbein­ing­ar og ákv­arðanir sem snerta homma og lesb­í­ur verða að byggj­ast á gagn­reynd­um staðreynd­um.

Við miðlum hug­mynd­um og tök­um þátt í rök­ræðum, byggt á skýr­um og ná­kvæm­um skil­grein­ing­um. Við styðjum laga­lega og vís­inda­lega skil­grein­ingu á sam­kyn­hneigð sem kyn­hneigð gagn­vart fólki af sama kyni, og á tví­kyn­hneigð sem kyn­hneigð gagn­vart fólki af báðum kynj­um.Líf­fræðileg­ur raun­veru­leiki

Við ger­um okk­ur grein fyr­ir að kyn er tví­skipt; kven­kyns og karl­kyns, og (fyr­ir lang­flest fólk) er kynið ákv­arðað við getnað, sést við fæðingu (eða í móðurkviði) og skráð. Við höfn­um því að afar sjald­gæf frá­vik sem telj­ast til ódæmi­gerðra kyn­ein­kenna/​DSD/​In­ter­sex dragi í efa tví­hliða eðli kyns.

Við styðjum æxl­un­ar­rétt­indi kvenna og lík­am­legt sjálfræði. Við stönd­um með lesb­í­um í því að hafna þrýst­ingi sem þær eru beitt­ar til þess að samþykkja karla eða karl­menn sem skil­greina sig sem kon­ur sem rekkju­nauta eða hleypa þeim á annað borð á vett­vang sem er ætluðum lesb­í­um. Að sama skapi stönd­um við með körl­um í því að hafna þrýst­ingi um að samþykkja kon­ur eða kon­ur sem skil­greina sig sem karla í sömu aðstæðum.

Póli­tískt óháð

Við erum ekki flokkpóli­tísk. Við eig­um sam­skipti við sam­tök, fjöl­miðla o.fl. með marg­vís­leg­ar stjórn­mála­skoðanir. Hins veg­ar mun­um við ekki mynda tengsl eða þiggja fjár­mögn­un frá nein­um sam­tök­um sem deila ekki gild­um okk­ar eða sem við telj­um að séu í grund­vall­ar­rétt­ind­um fjand­sam­leg rétt­ind­um homma og lesbía.

Við miðlum hug­mynd­um og tök­um þátt í umræðum byggt á skýr­um og ná­kvæm­um skil­grein­ing­um, án öfga og upp­hróp­ana.

Við styðjum laga­lega og vís­inda­lega skil­grein­ingu á sam­kyn­hneigð (e. homosex­uality) og ætl­um okk­ur að verja hags­muni þeirra sem eru sam­kyn­hneigðir.

Ef við hætt­um að geta lýst raun­veru­leik­an­um, þá get­um við ekki leng­ur staðið vörð um áunn­in rétt­indi okk­ar.

Höf­und­ur er formaður Sam­tak­anna 22, hags­muna­sam­taka sam­kyn­hneigðra. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. mars 2023.

Skildu eftir skilaboð