Púðluhundurinn Tinna er týndur – 100.000 króna fundarlaun

frettinInnlendarLeave a Comment

Uppfært kl. 22:18. Tinna er fundin og komin heim til eigenda sinna.

Tinna sem er 15 ára gömul, svört púðla, var úti að hjóla með eiganda sínum við Granda sunnudaginn 5. mars klukkan fimm, hálf sex um kvöld. Eigandinn sleppir henni úr körfunni til að leyfa henni að pissa á meðan hann skiptir um batterí á rafmagnshjólinu. Síðan hefur ekki sést til hundsins.

Þetta gerðist á bekk á horninu við Eiðisgranda og Grandaveg (sjá merkingu á kortinu hér neðar).

Staðurinn sem Tinna týndist

Tinna býr ekki í því hverfi og þekkir ekki umhverfið. Hún er tæp 4 kíló og er hjartveik, heyrnalaus og með gigt. Hún var í hermannajakka og með ljósól (sjá mynd). Hún var ekki með merkta ól en hún er örmerkt.

Fjölskyldan hefur ákveðið að bjóða 100.000 krónur í fundarlaun fyrir hvern þann sem getur á einhvern hátt eignað sér heiðurinn af því að Tinna litla finnist á lífi. Öll hjálp og/eða upplýsingar eru vel þegnar.

Rúnar Rúnarson s. 8247663
Kristrún Rúnarsdóttir s. 8238393

Auglýst eftir Tinnu

Skildu eftir skilaboð