Í maí 2021 kom fram að íslenska ríkið hefði tryggt sér kaup á um 1,4 milljónum skammta af Covid „bóluefni“ frá Pfizer-BioNTech, í samningi sem er til þriggja ára. Íslenska ríkið keypti einnig Covid sprautuefni frá fleiri framleiðendum sem voru tæplega milljón alls samkvæmt svari frá heilbrigðisráðuneytinu. Um 400 þúsund skammtar voru keyptir frá Moderna, 230 þúsund frá Astra Zeneca, 235 þúsund af Janssen frá Johnson&Johnsons og um 60 þúsund skammtar af Sanofi/GSK og 42 þúsund af Nuvaxovid.
Í svari ráðuneytisins segir einnig að heilbrigðisráðuneytið og utanríkisráðuneytið hafi unnið saman að því að gefa umframskammta af COVID-19-bóluefnum til efnaminni ríkja í gegnum COVAX og hafa verið gefnir rúmlega hálf milljón skammta.
Þurft að farga 211 þúsund skömmtum
Samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytinu frá því í október sl. hefur Ísland þurft að farga 211 þúsundum skömmtum af Covid sprautuefnum. Ráðuneytið sagði að Ísland og önnur Evrópulönd hafi keypt umframmagn bóluefna til að gefa þeim sem þurfa á því að halda í þeim tilgangi að styðja við bólusetningamarkmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar en ekki hafi tekist að gefa alla umframskamtana og því þurft að farga um 211 þúsund skömmtum. Upplýsingar um skammta sem gefnir hafa verið má sjá hér.
Íslenska ríkið hefur keypt Covid bóluefni fyrir 3,9 milljarða kr. frá upphafi faraldurs samkvæmt svari frá heilbrigðisráðuneytinu í ágúst 2022. Auk þess hefur ríkið greitt 750 milljónir kr. til Gavi Covax bandalagsins sem sér um að dreifa Covid bóluefnum til efnaminni þjóða.
Samkvæmt upplýsingasíðunni Covid.is hafa nú verið gefnir tæplega 880 þúsund skammtar hér á landi. Það er um 40% af öllum skömmtum sem ríkið hefur keypt hingað til.
Einhverjir kunna að spyrja sig hvort 2,4 milljónir skammta muni duga til að ná hjarðónæminu margumrædda.
One Comment on “Íslenska ríkið hefur keypt um 2,4 milljónir skammta af Covid sprautuefni”
Hjarðónæmi kom nú aldrei, mér sýnist að það hafi verið stóraukin hjarðhegðun sem fylgdi þessu. Menn voru fljótt komnir í hjarðir á sprautustöðvunum og stóðu nokkrum vikum eftir það í rollustígum til að komast í prufur og í restina í röðum á sjúkrahúsunum.