Kuldalega hlýnun, Gréta eyðir tísti

frettinLoftslagsmál, Páll Vilhjálmsson1 Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Stöku fréttir berast af köldum mars. Ekki kaldara í aldarfjórðung, segir í viðtengdri frétt. Haft er eftir veðurfræðingi að „ómögu­legt sé að segja til um horf­ur í næstu viku.“

Ef málum hefði verið háttað á hinn veginn, mars væri óvenjuhlýr, væru hrannir af fréttum að hlýindin væru til marks um loftslagsbreytingar. Spámenn, bæði úr hópi veðurfræðinga og Grétusinna, kæmu fram í fjölmiðlum og segðu allt benda til hamfarahlýnunar næstu misseri og ár.

Almennt er engin hlýnun í heiminum, a.m.k. ekki svo að orð sé á gerandi. Miðað við nákvæmustu mælingar er hlýnun síðustu fjögurra áratuga um 0,1 gráða C á hverjum tíu árum. Gerir eina gráðu á öld. Smámunir. Náttúran hefur margoft hlýnað og kólnað mun hraðar.

Rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli sýna að veðurfar hefur verið mjög óstöðugt á síðasta jökulskeiði, sem hófst fyrir um 115 þúsund árum og lauk fyrir 11,7 þúsund árum. Á þessu tímabili hlýnaði 25 sinnum mjög snögglega, um 10-15°C í hvert sinn og síðan kólnaði aftur en mun hægar. [...] Mjög athyglisvert er að breytingin frá síðasta jökulskeiði yfir í tiltölulega milt veðurfar, sem markaði upphaf okkar eigin hlýskeiðs (nútíma) fyrir um 11,7 þúsund árum, gerðist á ótrúlega skömmum tíma, eða einungis 3-50 árum, eftir því hvaða breyta er skoðuð.

Við búum við stöðugt loftslag en breytilegt veðurfar. Grétusinnar rugla þessu tvennu saman. Til að blekkja almenning er stokkið til og talað um loftslagsbreytingar þegar hlýindi eru um tíma, en þegja sem fastast í kuldaskeiði.

Fyrir fimm árum, 2018, sendi Gréta Thunberg þau skilaboð til heimsbyggðarinnar að árið 2023 markaði endalokin, heimurinn myndi farast af völdum loftslagsbreytinga. Gréta eyddi skilaboðunum þegar ljóst var að hamfarahlýnunin er heldur kuldaleg.

#image_title

One Comment on “Kuldalega hlýnun, Gréta eyðir tísti”

Skildu eftir skilaboð