Segir Þorstein V vera eltihrelli: „ég óttast hann“

frettinInnlendar7 Comments

Um helgina var pistli eftir erlenda konu sem kýs nafnleynd deilt á internetinu. Konan fullyrðir að Þorsteinn V. Einarsson formaður Karlmennskunnar, félags sem berst gegn eitraðri karlmennsku, hafi beitt sig ofbeldi sem hafi gert hana óttaslegna og hrædda. Þorsteinn er yfirlýstur femínisti og hélt því m.a. fram í viðtali við Frosta Logason í þættinum Ísland í dag árið 2021 að hann væri í femínisku bataferli við karlrembu.

Þorsteinn segir í viðtalinu: „Ég er jafnréttissinni og femínisti og eitt útilokar ekki annað. Ég tel að kyn, húðlitur, uppruni og stétt og staða eigi ekki að skipta neinu máli. Ég tel að hluti af femínskri afstöðu og sjónarhorni að sjá hvernig þetta skiptir máli. Ég held að það sé samt ekki femínistum að kenna að kyn skipti svona miklu máli. Nú tala ég oft um mig sem fyrrverandi karlrembu og leit aldrei á mig sem karlrembu og bara næs gaur og vandaði mig í samskiptum og allt þetta.“

Þessi ummæli Þorsteins virðast hins vegar stangast á við frásögn konunnar sem segir samskipti sín við Þorstein hafi tekið mikið á sig. Hún segist ekki eiga orð yfir það að Steini eins og hún kallar hann, sé að berjast gegn ofbeldi og skuli segjast vera femínisti þrátt fyrir hans vafasömu fortíð, sem hann hefur aldrei beðist afsökunar á.

Konan segir orðrétt: „ég man eftir því árið 2006 og 2007, þegar ég var að vinna á Sólon, þá sýndi Þorsteinn af sér ofbeldisfulla hegðun eltihrellis. Ég var mjög óttaslegin og mér fannst ég ekki óhult, og hann virtist vita hvar ég væri öllum stundum, hvort sem það var í Keflavík eða Reykjavík. Þetta var mjög óhugnaleg reynsla og við vorum alltaf á varðbergi og að athuga hvort hann væri að elta okkur.

„Mikilvægt að hafa í huga að fólk getur kynnt sig með ýmsu móti“

„Nú þegar ég er flutt aftur til Lettlands, þá er ég hissa að sjá að Steini sé að halda því fram að hann sé breyttur maður, en fyrir mér er hann ekkert annað en ofbeldisfullur bjáni eins og vinir hans. Það er mikilvægt að hafa í huga að fólk getur kynnt sig með ýmsu móti, á misjafnan hátt við allskonar fólk, en það þýðir samt ekki að viðkomandi sé breyttur þótt hann haldi því fram. Það er mikilvægt fyrir mig að forgangsraða öryggi mínu og velferð eftir samskipti mín við Steina og ég vonast eftir stuðningi frá traustum vinum og meðferðaraðila ef ég tel þörf á því, mér finnst bara mikilvægt að þetta komi fram og að Íslendingar séu meðvitaðir um þetta,“ segir konan.

Fréttin náði tali af konunni sem segist enn í dag vera hrædd við Þorstein og óttist hann mjög þrátt fyrir að vera komin aftur til heimalandsins og segist telja hann hættulegann. Á þeim tíma sem áreitið átti sér stað var konan í sambandi með manni sem í dag er eiginmaður hennar.

Blaðamaður náði í Þorstein og spurði hann einnig út í málið en hann þóttist ekki kannast við umrædd skilaboð sem þó hafa farið víða um internetið. Hann var einnig merktur í færsluna sem yfir 20 þúsund manns hafa séð. Þorsteinn neitaði ekki beint fyrir málið, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar.

Virkur í netníði

Þess má geta að Þorsteinn hefur undanfarin misseri verið duglegur á samfélagsmiðlum þar sem hann hefur tekið virkan þátt í miklu netníði og einelti gegn allskonar fólki, og virðist þá engu skipta þótt menn hafi breytt lífi sínu til hins betra. Þar mætti til dæmis nefna fjölmiðlamanninn Frosta Logason, en honum átti að „slaufa“ eftir að fyrrverandi kærasta hans kom fram í þætti hjá Eddu Falak og greindi þar frá tölvupóstum sem Frosti hafði sent henni eftir erfið sambandsslit fyrir 11 árum síðan. Það er vel þekkt að Frosti hafi snúið við blaðinu fyrir mörgum árum, hefur síðan þá kvænst, eignast börn og meðal annars gegnt sjálfboðastörfum fyrir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ). En þrátt fyrir augljósan bata Frosta, þá hefur Þorsteinn ekki hikað við að taka fullan þátt í netníði gegn honum og fjölskyldu hans.

Ummæli Þorsteins í garð Frosta Logasonar fjölmiðlamanns

Fólk í minnihlutahóp áreitt fyrir að hafa ekki „réttar skoðanir“

Fréttin hefur einnig undir höndum skjáskot af neteinelti Þorsteins í garð fleira fólks, eins og t.d. baráttukonunnar Ivu Marin Adrichem, sem tilheyrir mörgum minnihlutahópum; hún er blind, samkynhneigð og útlendingur í aðra ætt. Iva skrifaði undir áskorun til Alþingis varðandi bælingarmeðferðir barna sem hún er mótfallin, en eins og flestum er kunnugt hætti Ferðamálastofa við að birta auglýsingu með Ivu um aðgengi fatlaðra í ferðaþjónustu.

Einhver innan hinsegin samfélagsins virðist hafa kvartað yfir því að Iva væri í auglýsingunni og brást stofnunin í snari við með því að klippa Ivu út úr myndbandinu. Ríkisstofnunin ákvað að gera nýja auglýsingu án hennar þar sem kostnaður hleypur líklega á milljónum króna. Iva hefur ákveðið að leita réttar síns með aðstoð lögmanns vegna málsins, sem hún segir mannréttindarbrot. Henni voru einnig gerðar upp skoðanir þar sem hún er sökuð um hatur og mannfyrirlitningu. Þorsteinn var einn af þeim sem tók þátt í hatursherfeðinni gegn Ivu.

Þorsteinn hneykslaður á viðtali Jakobs Bjarnars við Ivu Marin

Kallar Ingó "reðurguð"

Þá lét Þorsteinn ekki sitt eftir liggja í neteineltinu gagnvart tónlistarmanninnum Ingó Veðurguð sem hélt tónleika um helgina í Háskólabíói. Uppselt var á ferna tónleika hans sem heppnuðust afar vel og mátti þar greina samstöðu gegn slaufunarmenningunni svokallaðri sem Þorsteinn virðist styðja og álíta sig einhverskonar réttlætisriddara á þeim vettvangi. Hann lét ófögur orð falla um Ingó á Twitter, en þess má geta að Ingó hefur aldrei verið ákærður fyrir kynferðisbrot eins og Þorsteinn heldur fram.

Þorsteinn kallar Ingó reðurguðinn

Þá hafa fleiri orðið fyrir barðinu á neteinelti Þorsteins V, þar má nefna Bergsvein Ólafsson, doktorsnema í sálfræði og Eld Deville, talsmann LGB hinsegin Samtakanna 22.

Þorsteinn virðist jafnframt hafa mikið dálæti á þáttastjórnandanum Eddu Falak sem hefur haft góðar tekjur af því að halda uppi þáttum byggðum á ýmsum nafnlausum ásökunum, en fréttir bárust af því í gær að Edda væri hætt með þættina Eiginkonur. Fólk spyr sig hvort það gæti verið vegna nýlegra frétta um að móðir sem varð fyrir barðinu á Eddu í þáttunum hafi stefnt henni fyrir dómstóla þar sem hún fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur. Konan vill meina að Edda hafi ollið sér stórtjóni og efnið hafi verið tekið úr samhengi í upptöku sem Edda birti af samskiptum þeirra mæðgna í þættinum þar sem hún tók viðtal við dóttur konunnar.

???

Spurningin sem eftir situr er þá; hefur Þorsteinn V. fundið sér nýjan vettvang eltihrellis eða er hann breyttur maður?

7 Comments on “Segir Þorstein V vera eltihrelli: „ég óttast hann“”

 1. Búllý sem sveipar sig dulargervi til að geta vegið öruggur úr launsátri,

  er heigull líka.

 2. Það þarf ekki annað en að líta á og hlusta smá tíma þessa mannleysu til að átta sig að hann er sjálfur hinn versti perri sem þarf að cansella til að vernda konur fyrir honum.

 3. Ég sagði það fyrir mörgum árum síðan að það væri ekki gæfulegt, að láta “litlu hatta körlunum” eftir að sjá um peninga kerfið okkar. Frelsarinn, ásamt fleirum, hafa varað okkur við. Það er því miður orðið of seint að snúa hlutunum við. Það er ekki þverfótað fyrir ADHD og downs fólki. Allt sennilega afurð bólusetninga!

 4. Ég held að Frosti Logason sé aðal skúrkurinn í þessu leikriti. Hann kemur honum of auðveldlega upp með bullið. Hann er að raungera það. Þetta er tækni sem frímúrarar hafa notað til að spilla þjóðfélögum.

 5. Þorsteinn er holdgerfingur hinnar fullkomnu mannleysu sem sleikir upp allar öfgar gegn karlmönnum og tekur undir allt það mannorðs níð sem árásargjarnir geldfeministar hrækja frá sér linnulaust yfir Íslenskt þjóðfélag
  Annað eins ruslmenni og smeðjulegt viðriðni er erfitt að ýminda sér og auðséð að hann er sleykja sem gerir hvað sem er til að falla í kramið og ná vinsældum hjá kvennasamtökum því honum var ávallt hafnað gríðarlega sökum væmnar framkomunar og hvað hann var perralegur við þær. Hef heyrt svona slepjuperra sögur af Þorsteini áður fyrr og sú hegðun kallar tafarlaust á það að honum sé canselað og hann hunsaður af þjóðfélaginu því hann er konum stór varasamur þegar enginn fylgist með honum.
  Þorsteinn þarf nauðsynlega að súpa af eigin nornaseiði og finna á eigin skinni hvernig það er að lifa undir árásum eins og þeim sem hann hefur hvatt til og stutt með sínu óþverralega skítlega pervertslega eðli.
  Þorsteinn væri betra eintak ef hann hefði verið þveginn úr lakinu með Aríel Ultra á suðu þvotti.

Skildu eftir skilaboð