Páll Vilhjálmsson skrifar:
Bretar stungu undan Frökkum, fengu stærri heimsókn frá Selenskí en Macron forseti. Þannig hljóðuðu fyrirsagnir í breskum fjölmiðlum fyrir mánuði þegar úkraínski forsetinn skrapp vestur frá umsátrinu í Kænugarði með Bretland sem fyrsta stopp.
Ráðandi öfl á vesturlöndum gerðu Selenskí að alþjóðlegri stjörnu. Eftirspurn eftir nálægð við forsetann er enn töluverð þótt nokkuð hafi fallið á silfrið með versandi vígstöðu stjórnarhers Kænugarðsstjórnarinnar.
Fréttir herma að Katrín forsætis og Þordís Kolbrún utanríkis haldi til Kænugarðs í örheimsókn. Tilgangurinn er óljós en gefið til kynna að fjárhagslegur og pólitískur stuðningur Íslands skipti máli.
Tæplega er það reyndin. Reginöfl stríða á sléttum Úkraínu. Bandaríkin og Nató standa ráðþrota. Framlag Íslands er ekki einu sinni partur af plástri á svöðusár.
Ísland gæti verið fyrsta vestræna ríkið til að segja upphátt að kóngurinn í Kænugarði er leiksoppur. Fremur ætti að leita friðar en fórna mannfólki á altari stríðsguðsins.
Katrín og Þórdís Kolbrún munu ekki fitja upp á nýmælum í örheimsókn til Garðaríkis. Þær syngja laglínu Bandaríkjanna og Nató um að stríðið haldi áfram þangað til síðasti úkraínski soldátinn gefur líf sitt vestrænni alþjóðahyggju.
Sléttustríðið í austurvegi snýst ekki um frelsi og mannréttindi. Um er að ræða klassískt stórveldabrölt. Stjórnin í Kænugarði er verktaki Bandaríkjanna og Nató, sem menn nenna ekki lengur að kalla friðarbandalag, að skjóta Rússum skelk í bringu og knýja þá með góðu eða illu að fallast á vestrænt forræði.
Allt frá öryggisráðstefnunni í Munchen 2007 segir Pútín að Rússland láti vestrið ekki segja sér fyrir verkum. Strax eftir aðildarboð Nató til Úkraínu og Georgíu 2008 réðust Rússar inn í Georgíu. Vestrið lét ekki segjast. Stjórnarbylting í febrúar 2014 að undirlagi vesturlanda hratt af stað atburðarás sem leiddi til innrásar Rússa átta árum síðar.
Löngu er komið nóg af mannfórnum í Úkraínu. Það er ætti ekki að vera hlutverk íslenskra stjórnvalda að klappa upp ófrið í útlöndum.
3 Comments on “Katrín og Þórdís Kolbrún fá sneið af Selenskí”
Vá hvað við Íslendingar erum vitlausir!
Mikið er nú Úkraínski nasista leiðtoginn heppinn að fá þessar fimm dollara hórur í heimsókn!
Ekki myndi ég gráta það ef rússinn myndi senda eina góða rakettu á þessar þrjár hænur.
Ég held að þær séu báðar trans. Þær eru ansi ókvenlegar. Það hlýtur að vera skýring á þvî að allir verða að dásama regnbogafánann. Ég held að ansi margir frímúrarar hafi samþykt að breyta kyni barna sinna til að öðlast frægð eða ríkidæmi. Það er ekkert annað sem getur skýrt þetta bull, í mínum huga.
Þær hafa allavega fallið í trans með leikaranum og nasistaleiðtoganum. Það mun vera stórt leikrit í sumar með þessum leikendum til að spila á sauðheimskan almúgan á Íslandi. Það væri nú ráð að verða sér út um góðan hólk til að lóga þessum kvikindum þegar þetta hyski kemur saman í sama hreiðrið.