Samtökin sem brugðust

frettinJón Magnússon, Stjórnmál1 Comment

Eftir Jón Magnússon:

Litið var á Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) sem virðingaverðustu stofnun heims árið 1945 eftir að sigurvegarar síðara heimsstríðs, Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin stóðu að stofnun SÞ. Væntingar til þessa nýja þjóðabandalags þjóða heims voru miklar.

Framan af stóðu SÞ sig að mörgu leyti vel. Í dag eru þær klúbbur 193 þjóðrikja, sem hópa sig saman í mismunandi hópa til að koma á framfæri eða ýta undir mismunandi skaðlega hagsmuni.Allt í nafni friðar og mannréttinda.

Stórþjóðirnar fara samt sínu fram og hafa alltaf gert með neitunarvald að vopni ef annað bregst. 

Þrátt fyrir að Sameinuðu Þjóðirnar hafi haft þá ímynd að vera fjölþjóðleg stofnun, sem sinnti siðrænum verkefnum og viðhorfum þá hefur það breyst. Ágætur maður orðaði það svo, að SÞ væri bandalag verstu ríkja heims, sem ættu það sameiginlegt að vera andstæðingar Vesturlanda og semja endalausar ályktanir um minnsta bleðilinn fyrir botni Miðjarðarhafsins, Ísrael. 

Mannréttindi hjá SÞ eru ekki algild heldur gilda aðrar reglur fyrir Íslömsku ríkin. Mannréttindaráð SÞ er síðan sér kapítuli, en þar sitja m.a. Kína, Venesúela, Pakistan, Sómalía og Eritrea flottur félagsskapur það. 

SÞ. skiptir sér ekki af því að mannréttindi kvenna séu fyrir borð borin í stórum hlutum heimsins og hafa ekki skoðun SÞ. á beinu og óbeinu þrælahaldi í Saudi Arabíu og Flóaríkjunum. 

Því miður eru SÞ í dag dæmi um von, sem brást og samtökin geta ekki komist upp úr því hjólfari meðan hnignun Vesturlanda er slík, að þau eru ekki tilbúin til að standa vörð um þau gildi, grunnhugsjónir og framtíðarsýn framfara og hagsældar. Slíka yfirsýn höfðu þeir gerðu Churchill forsætisráðherra Breta og Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti á þeim tíma sem síðara heimsstríð var háð sem harðast fyrir tæpum 100 árum. 

Meðan innihaldið skortir verða SÞ aldrei annað en vondar umbúðir allt of oft til hagsbóta fyrir þá sem síst skyldi. 

One Comment on “Samtökin sem brugðust”

  1. SÞ hafa réttilega lagt fram margar ályktanir um Ísrael enda vegna þess að það er aldrei farið eftir þeim og Bandaríkin hafa alltaf stutt ofbeldi þeirra gagnvart Palestínumönnum.
    Ríkin skiptast á að taka sæti í mannréttindaráðinu og voru t.d. Íslendingar í því 2018. Ísland lagði fram og fékk samþykkta ályktun varðandi mannréttindi í Sádí-Arabíu. Annars er það þannig að Sádí-Arabar hafa fengið að vera í friði með sín mannréttindabrot fram á síðustu ár þegar þeir byrjuðu að verða óþægari við Vesturlönd. Stjórnvöld á Vesturlöndum hugsa í reynd bara um hagsmuni og gefa skít í lýðræði, frelsi og mannréttindi þegar hentar, þannig hefur það alltaf verið.

Skildu eftir skilaboð