Viðsnúningur hjá heilbrigðisráðherra Þýskalands: viðurkennir skaða af Covid sprautum

frettinAukaverkanir, Covid bóluefni, StjórnmálLeave a Comment

Vinsældir heilbrigðisráðherra Þýskalands, Karl Lauterbach, hafa dalað mikið og hann forðast eins og heitan eldinn að ræða Covid veiruna, líklega til að komast undan vægðarlausri hæðninni sem sérhver athugasemd hans á þessu sviði hefur í för með sér.

Ekki skánaði það fyrir ráðherran á laugardaginn þegar þýska blaðið Welt greindi frá því að hann hefði falsað ferilskrá sína þegar hann sótti um prófessorsembætti í borginni Tübingen árið 1997.

Á sunnudag kom Lauterbach fram í viðtali í þættinum Heute Journal hjá ZDF sjónvarpsstöðinni þar sem verið var að ræða Covid bóluefnaskaða í Þýskalandi.

Viðtalið er að mörgu leyti stórmerkilegt því Lauterbach neyddist til að hafna fyrri fullyrðingum sínum frá árinu 2021 um að bóluefnin væru „án aukaverkana“. Þá viðurkenndi hann að sérhver bóluefnaskaði væri einu tilfelli of mikið og kallaði þessi tilvik „hneyksli“.  Þá  íkti hann svokölluðu „eftirbólusetningarheilkenni“ (Post-Vac) við Long Covid.

Ráðherrann lagði síðan áherslu á að hann bæri ekki ábyrgð á því að semja um að lyfjafyrirtækin bæru enga ábyrgð. Í tvígang sagði hann hagnað lyfjafyrirtækjanna „óhóflegan“ og samþykkti þá hugmynd að lyfjafyrirtækin ættu að fjármagna sjóð til að hjálpa þeim sem hafi skaðast af „bóluefnum“ þeirra.

Viðsnúningur Lauterbach er verulegur en ekki algjör, því hann viðurkennir ekki enn að Covid-19 fjöldabólusetningarnar hafi verið mistök og setur ekki spurningarmerki við þær opinberu tölur sem sýna að alvarlegur bóluefnaskaði sé minna en eitt tilvik á hverja 10 þúsund gefinna skammta. Þegar líklegt er að skaðinn sé nær 10 sinnum algengari eða einn á hverja 100 gefinna skammta og dauðsföll séu nær eitt á hverja 1000 skammta.

Það eru hins vegar stórtíðindi að heilbrigðisráðherra Þýskalands sem vildi leggja á Covid bóluefnaskyldu á almenning skuli loks hafa viðurkennt að sprauturnar valdi alvarlegum skaða og að fullyrðing hans um að þau væru „án aukaverkana“ hafi verið ósannindi.

Viðtalið við Lauterbach

Christian Sievers hjá ZDF Heute Journal (héðan í frá S): Heilbrigðisráðherra sambandsins [Þýskalands] er með okkur. Kærar þakkir og gott kvöld, herra Lauterbach.

Karl Lauterbach (hér eftir L): Gott kvöld, herra Sievers.

S: Hvað segirðu við þá sem hafa orðið fyrir bóluefnaskaða?

L: Í fyrsta lagi er það sem komið hefur fyrir þetta fólk algjörlega skelfilegt og hvert einasta mál er einu of mikið. Ég vorkenni þessu fólki satt að segja mjög mikið. Þetta er alvarlegur skaði eða fötlun og sumt verður varanlegt. Svo það er erfitt. Það sem við gerum sem ríki er að sjúkratryggingafélögin borga meðferðarkostnaðinn og tja, sambandsríkin bera stuðningskostnaðinn, ef stuðningur er nauðsynlegur. En í raun höfum við vandamál á báða bóga, vegna þess að við höfum ekki enn þau lyf til að meðhöndla fólkið. Verið er að rannsaka þetta af ákafa. Bótarétturinn er líka oft mjög skrifræðislega bundinn. Þannig að ég skil virkilega þá sem eru að kvarta hérna.

S: Nú læturðu það hljóma eins og allt sé komið í lag. En þegar þú talar við þetta fólk heyrirðu nákvæmlega hið gagnstæða. Fólkið hefur barist í heilt ár, því er vísað frá aftur og aftur - margir embættismenn trúa fólkinu einfaldlega ekki, stundum fær það engin svör, og svo eftir að hafa loks fengið viðurkenningu á bólusetningaskaða, þá fær það bara litlar upphæðir. Það getur varla verið allt sem ríkið hefur upp á að bjóða þessu fólki núna, er það?

L: Alls ekki, og ég vil ekki gefa það til kynna, því þannig sé ég ekki hlutina. Það þarf að viðurkenna þessi tilvik með meiri hraða, þessa bóluefnaáverka, og við erum nú hægt og rólega að fá skýrari mynd. En ég ætti líka að benda á, bara svo ég skilji ekki eftir ranghugmyndir: Alvarlegur bóluefnaskaði á sér stað í innan við einum af hverjum 10.000 bólusetningum, samkvæmt Paul Ehrlich stofnuninni eða evrópskum leyfisyfirvöldum. Þannig að þetta er ekki svo algengt. En þar sem að skilningur okkar á þessum meiðslum er að verða skýrari og skýrari, ætti einnig að vera hægt í framtíðinni að bera kennsl á þá sem verða fyrir skaða hraðar, svo við getum veitt þeim aðstoð hraðar.

S: Hvers vegna fullyrtir þú, herra Lauterbach, sumarið 2021 að bóluefnin hefðu engar aukaverkanir?

L: Jæja, þetta voru ýkjur sem ég gerði einu sinni í misráðnu tísti. En það var ekki í grundvallaratriðum afstaða mín. Ég hafði þegar tjáð mig mjög, mjög oft um aukaverkanir bólusetninga. Til dæmis, ég...

S: En þú sagðir oft síðan þá að það væru varla eða nánast engar aukaverkanir. Þú sagðir þetta aftur í  Anne Will sjónvarpsþættinum. Svo þú hefur alltaf gefið til kynna að aukaverkanir séu í raun alls ekki vandamál.

L: Jæja, það er ekki rétt, eins og ég sagði bara. Ég var meðvitaður um tölurnar á þeim tíma og þær hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þessi bóluefni hafa verið notuð um allan heim, einn af hverjum 10.000 [eru skaðaðir], svo þú getur sagt að það sé mikið, eða þú getur sagt að það sé ekki svo mikið. En bóluefnið verndar í raun gegn alvarlegum veikindum og þar að auki, dregur mjög oft líka úr hættu á Long-Covid. Þetta er svipað því sem við erum að tala um hér, með Post-Vac heilkenni, þannig að bólusetningarnar - það er meiri ávinningur, en það er satt, einn af hverjum 10.000 er tíðni alvarlegra aukaverkana.

S: Nú bíða fyrstu málssóknir gegn BioNTech, og einnig gegn öðrum bóluefnaframleiðendum. Hvernig heldurðu að það fari?

L: Ég get ekki spáð um það, það er ekki mitt starf. Sem ráðherra verð ég að fara varlega. Það er rétt að innan ramma þessara ESB samninga voru fyrirtækin að mestu undanþegin ábyrgð og að ábyrgðin er því hjá þýska ríkinu, ef svo má að orði komast, eins og ég sagði, hjá sambandsríkjunum … en það sem skiptir mestu máli er að skoða framhaldið, við þurfum meðferðir og ég mun því setja upp áætlun með heilbrigðisráðuneytinu, þar sem við munum kanna afleiðingar Long Covid, og einnig Post-Vac heilkenni, þar sem við munum skoða þetta og bæta umönnun. Það er framlag sem við getum lagt til.

S: Hvenær mun þetta gerast í raun og veru? Það er einmitt þetta fólk sem er skaðað sem þjáist vegna allra þessara tafa sem vill vita þetta.

L: Það er satt, en ég er að semja við fjárlaganefndina, og það er í rauninni áætlun sem ég vil setja af stað eins fljótt og auðið er, og ég er í fjárlagaviðræðum um þessa peninga. Svo það er eitthvað sem við verðum líka að koma til skila, okkur er það skylt og það myndi tengja sérfræðingana á þessu sviði á þann hátt að líkurnar á góðri meðferð í Þýskalandi myndu aukast.

S: Nú, þú nefndir ábyrgðarleysi lyfjafyrirtækkjanna. Það þýðir að lyfjafyrirtækin geta sem sagt bara slakað á í öllum þessum málaferlum, því ríkið hefur tekið áhættuna. Þannig að það er ríkið - það ert þú, alríkisstjórnin - sem þarf að svara fyrir allar skaðabótakröfur sem kunna að koma upp. Líður þér vel með það?

L: Hvað þýðir að líða vel? Í fyrsta lagi samdi ég ekki um samningsskilmálanna, að því er embætti mitt snertir, þá erfði ég samningana, og ég tel að það hafi verið vegna ástandsins á þeim tíma, að menn vildu fá bóluefnin sem fyrst, og því tók ríkið á sig ábyrgðina. Kannski var það rétt, því það er betra að ríkið beri ábyrgð en að þurfa að ganga í gegnum löng uppgjör eða málaferli við fyrirtæki.

S: En við höfum bara séð hversu erfitt það er að fá peninga frá ríkinu. Hvað heldurðu að gerist núna? Telur þú að með hliðsjón af ástandinu að lyfjafyrirtækin gætu til dæmis lagt peninga af fúsum og frjálsum vilja í sjóð? Væri það hugmynd fyrst þeir bera enga ábyrgð?

L: Það væri örugglega góð hugmynd ef fyrirtækin myndu sýna vilja til að hjálpa, því hagnaðurinn hefur verið óheyrilegur – óheyrilegur hagnaður. Svo það væri ekki bara gott skref, við ættum að búast við því. En þú spyrð mig, hvað verður næst? Ég myndi segja að í besta falli væri atburðarásin sú að við lærum loksins hvernig á að takast á við Long Covid og Post-Vac, hvernig við getum stjórnað því, og að við berum fyrr kennsl á tilfellin fyrr svo fólk þurfi ekki að bíða svona lengi eftir að fá viðurkenningu eins og með Post-Vac heilkenni í fyrsta lagi.

S: Þetta er loforð frá alríkisheilbrigðisráðherranum, Karl Lauterbach. Þakka þér kærlega fyrir viðtalið í kvöld.

L: Þakka þér fyrir.

Hér má hlusta á viðtalið:

Skildu eftir skilaboð