Eftir Pál Vilhjálmsson:
Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á RÚV keypti farsíma sem notaður var til að afrita síma Páls skipstjóra Steingrímssonar í byrjun maí 2021. Símakaupin staðfestu grun lögreglu að blaðamenn RSK-miðla (RÚV, Stundin og Kjarninn) tóku þátt í að skipuleggja aðförina að skipstjóranum.
Framan af lögreglurannsókninni beindist vinna lögreglunnar að atburðarásinni eftir byrlun. Ný gögn leiddu lögregluna á það spor að blaðamenn unnu skipulega að undirbúningi byrlunarinnar.
Páli skipstjóra var byrlað að 3. maí 2021 og lá milli heims og helju í rúma þrjá sólarhringa. Á meðan var síma hans stolið og hann afritaður á RÚV. Símanum var skilað á sjúkrabeð Páls á meðan hann var enn rænulaus. Tæpum þrem vikum síðar, 21. maí, birtist efni úr símanum í Kjarnanum og Stundinni. Framkvæmdin gerði ráð fyrir að skipstjórinn yrði grunlaus um að gögnin kæmu úr síma hans. Varaáætlunin var að ekki yrði hægt að sanna að sími skipstjórans hefði verið afritaður.
Þrem dögum fyrir byrlunina var fréttamaður Kveiks/RÚV, Aðalsteinn Kjartansson, fluttur á Stundina. Engar fréttir úr símanum frumbirtust á RÚV. Skipulagið gekk út á að Stundin og Kjarninn sæju um birtingu stolnu gagnanna. Miðstöð glæpsins var á Efstaleiti.
Þóra var kölluð til yfirheyrslu á ný til að gefa henni færi á að útskýra símkaupin, sem voru gerð fyrir byrlun Páls. Í yfirheyrslunni kaus Þóra að tjá sig ekki um ástæður þess að síminn var keyptur. Auk Þórunnar eru þrír blaðamenn sakborningar. Óvíst er hvort fimmti blaðamaðurinn, Helgi Seljan, sé vitni eða sakborningur.
Einbeittur ásetningur blaðamanna að hylja slóðina kemur fram í vali þeirra á símanúmeri fyrir afritaða símann. Þeir fengu sér símanúmerið 680214X. Einkasímanúmer Páls skipstjóra er 680214X. Í yfirlitum yfir notkun símanúmera er tveim síðustu tölustöfum sleppt. Með því að nota símanúmer sem var aðeins með síðasta tölustafinn ólíkan síma Páls gátu blaðamenn notað afritaða símann til að samtala og skeytasendinga sem á yfirlitum gæfu til kynna að kæmu beint úr síma skipstjórans.
Blaðamenn notuðu afritaða símann til að eiga samskipti við konuna sem byrlaði Páli. Lögreglan er með skrá yfir símtöl sumarið 2021 milli blaðamanna og konunnar. Þar var m.a. lagt á ráðin um að eyða gögnum er sýndu aðild blaðamanna.
Upplýst var 14. febrúar 2022 að Þóra Arnórsdóttir, ásamt þrem öðrum blaðamönnum, var sakborningur í lögreglurannsókninni. En áfram sat hún sem yfirmaður á RÚV. Staða hennar breyttist um síðustu áramót. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri varð þess áskynja að lögreglan væri með gögn er sýndu ótvírætt aðkomu starfsmanna RÚV að skipulagi tilræðisins gegn Páli skipstjóra. Tilkynnt var 6. febrúar síðast liðinn að Þóra hætti á RÚV og tæki við yfirmannsstöðu upplýsingamála hjá annarri ríkisstofnun - Landsvirkjun.
Beðið er eftir yfirlýsingu Stefáns útvarpsstjóra um málið.
4 Comments on “Þóra keypti síma fyrir byrlun Páls skipstjóra”
Hvernig veistu þetta allt? Er lôgreglan að leka í þig upplýsingum?
Vilhjálmur, þú færð bara að heyra hina hliðina á þessu máli, það er nokkuð ljóst að þessir blaðamenn hafa farið yfir línuna í sinni vinnu að afla upplýsinga um það sem gerðist þarna niðri í Namibíu. Það er lögreglurannsókn í gangi og hún væri ekki í gangi ef ekkert hafi skéð það er nokkuð ljóst
Páll Vilhjálmsson getur aflað sinna upplýsinga allveg eins og aðrir sem segja fréttir af þessu máli.
Ari
Hvernig getur þér verið ljóst hvað hefur gerst í þessu máli? engar „opinberar“ upplýsingar hafa komið fram, einvörðungu, endalausar ásakanir Palla kennara sem hann gefur engar heimildir fyrir. Hver er uppruni þessara ásakana, í sakamáli sem lögreglan er ennþá að rannsaka þrem árum eftir atburðinn? og hvernig kemst Kennarinn einn manna yfir þessar upplýsingar sem virðast vera hluti af virkri lögreglurannsókn?
Þetta byrlunarmál er augljóslega smjörklípa sem á að fá augu almennings frá spillingu Samherja og mútum þeirra í Namibíu og örugglega víðar. Það verður vafalaust fallið frá ákærum eftir að blaðamenn hafa þurft að sæta ásökunum á áraraðir.
… og þá eru Namibíu mútur Samherja vonandi vel gleymdar ofaní djúpri skúffu í undirmeðvitund almennings.
Það ríkir spilling á Íslandi, spurningin er „höfum við augu til að sjá spillinguna?“
Skúli, er mér það ljóst, er ég að veita þessar upplýsingar?
Það er lögreglurannsókn í gangi gagnvart þessum blaðamönnum það er nokkuð ljóst, það getur enginn neitað því!
Byrlunar málið er alls ekki smjörklípa og má ekki vera smjörklípa í augum almennings, ég er ekkert að aðhæfa að Samherji hafi ekki verið að svindla á stjórnvöldum í Namibíu, öll útgerðafélögin á Íslandi hafa svindlað og gamblað með auðlindina, enn að leifa glæp til að réttlæta annan glæp er ekkert annað enn spilling og mér er anskotans sama um þessa blaðamanna óþverra, þeir meiga fara til helvítis fyrir mér.
Við skulum báðir átta okkur á þeirri staðreind að opinberar upplýsingar sem þú kallar eru ekki endilegar sannar upplýsingar í landi sem er keyrir áfram kerfi sem er eitt það spilltasta í Evrópu, þessir anskotans blaðamenn (blaðramenn) eru alls eingir englar og teygja sig út fyrir öll mörk siðferðis þegar þeir ætla að ná því fram sem þeim er ætlað.