Kennarar vita ekki hvað konu- og bóndadagur er

frettinTransmálLeave a Comment

Aðsend grein:

Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi og leikskólinn Laut í Grindavík hafa auglýst svokallaðan kvárdag. Báðir þessir skólar segja það vera dag eins og konu- og bóndadaginn. Kennarar virðast ekki hafa þekkingu á af hverju þeir dagar eru Íslendingum kærir. Ekki upp á skraut eða vekja athygli á að kynin séu tvö. Langt í frá. Kennararnir og stjórnendur virðast halda það.

Þyngra en tárum taki að leik- og grunnskólakennarar og aðstoðarskólastjóri Mýrarhúsaskóla skuli ekki þekkja sögu okkar betur en svo.

Tölvupóstur til foreldra barna í Mýrarhúsaskóla

Innræting

Nú hafa þeir skumskælt þessa daga með því að tengja þá við dag sem þeir velja að kalla kvárdag. Dagarnir hafa ekkert með kyn að gera, þó kynin séu tvö, karl og kona. Sú innræting sem á sér stað í þessum skólum á að stoppa, fyrr en seinna. Foreldrar fyrir utan kennara bera þar höfuðábyrgð. Þegar kennarar tengja dagana við kyn þá opinbera þeir vanþekkingu sína svo hrollur fer um mann.

Skoðum af hverju við höldum upp konu- og bóndadaginn

Það er auðvelt að fletta þessum dögum upp fyrir þá sem þekkja ekki söguna. Held að umræddir stjórnendur og kennarar ættu að gera það áður en þeir blanda þessum dögum við afskræmið kvárdagur.

Konudagur er fyrsti dagur mánaðarins góu í gamla norræna tímatalinu, sem er sunnudagurinn í 18. viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Rétt eins og fyrsti dagur mánaðarins þorra er bóndadagurinn. Þann dag minntust bændur og eiginmenn húsfreyjunnar með því að fagna góu, sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn.

Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728, að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkomin, og inn í bæ, eins og um tignann gest væri að ræða.

Skilaboð frá Leikskólanum Laut í Grindavík

Gera þarf kröfur til kennara og stjórnenda

Íslenskt samfélag hlýtur að gera meiri kröfur til kennara en þessir tveir skólar sýna í skilaboðum til foreldra. Sorglegra er að skilaboð Mýrarhúsaskóla eru líka send á ensku og þar eru röng skilboð send til útlendra nemenda og bullað um sögu Íslands. Þekking þeirra á íslensku samfélagi afbökuð með skilaboðum frá aðstoðarskólastjóra.

Hafi kennarar í þessum skólum ekki betri þekkingu á sögu Íslands þarf að senda stjórnendur og kennaraliðið í endurmenntun, sögukennslu.

Höfundur er kennari í grunnskóla og kýs nafnleynd.

Skildu eftir skilaboð