Næstum fjórar trilljónir dollara fluttust frá millistéttinni til þeirra ofurríku í Covid-lokunum

frettinCOVID-19, Erlent, FjármálLeave a Comment

Fólkið sem stjórnaði söguþræðinum (e. narrative) meðan á Covid lokunum stóð naut góðs af þeim í formi hagnaðar.

Kaupmanninum á horninu var lokað, en stórverslunum var leyft að hafa opið. Næstum 4 trilljónir dollara fluttust frá bandarískri millistétt til hinnar ofurríku. Þetta sagði bandaríski öldungarþingmaðurinn Ron Johnson í viðtali við Epoch Times.

Amazon gekk til dæmis frábærlega vel á meðan á faraldrinum stóð og samfélagsmiðlunum og tæknirisunum sömuleiðis. Hvers vegna? Vegna þess að samfélagið var lokað. Fólk þurfti að nota samfélagsmiðla; það þurfti að notast við helstu tækni.“ Þetta voru m.a. fyrirtækin sem stjórnuðu Covid-söguþræðinum. Ég hef talað um  þetta sem „Covid-einokunina,“ sagði Ron Johnson.

„Það var engin nauðsyn til að loka samfélaginu,“ sagði Johnson, „Fauci sagði sjálfur í upphafi að grímurnar gerðu ekkert gagn.“

„Og við erum að eyða tugum milljarða dollara í rannsóknir. En erum við að eyða einhverjum peningum í bólusetningaskaða“ spyr þingmaðurinn?

Í viðtalinu fjallar Johnson um það sem hann telur vera alþjóðlega sókn í fjöldabólusetningum og samstillt átak til að bæla niður snemmmeðferðir. Johnson hefur verið í fararbroddi í átaki til að breyta Covid-19 stefnu Bandaríkjanna og hefur staðið fyrir fjölda yfirheyrsla í þinginu og hringborðsumræðna um snemmbúna meðferðir fyrir COVID-19 og COVID-19 bóluefnaskaða.

Demókratar tilbúnir að afsala fullveldinu til alþjóðlegrar stofnunar

Ron Johnson lagði einnig nýlega fram breytingartillögu í bandaríska þinginu um að krefjast fullgildingar öldungadeildar fyrir hvers kyns heimsfaraldurssamningi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO), en demókratar felldu tillöguna. „Nú vitum við að demókratar eru tilbúnir að afsala fullveldi Bandaríkjanna til alþjóðlegrar einingar, hversu dapurlegt,“ sagði Johnson.

Brot úr viðtalinu má sjá hér neðar og allt viðtalið hér.

Skildu eftir skilaboð