Sanna Marin tapaði þingkosningum á meðan Finnland gengur í NATO

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Kosningar, NATÓ, Stjórnmál, WEFLeave a Comment

Jafnaðarmannaflokkur Sönnu Marin tapaði þingkosningum í Finnlandi sl. sunnudag, þrátt fyrir að flokkur hennar hafi aukið fylgi sitt og bætt við sig sætum. 

Hún viðurkenndi ósigur eftir að flokkur hennar varð í þriðja sæti kosninganna. Tveir hægri flokkar tóku forystuna, en Frjálslyndi íhaldsflokkurinn varð í fyrsta sæti, með Petteri Orpo í forystu, og Finnaflokkurinn (áður Sannir Finnar), þjóðrækinn hægri flokkur, með Riikka Katriina Purra í forystu, í öðru sæti.

Frjálslyndi íhaldsflokkurinn hlaut 20,8% atkvæða, Finnaflokkurinn 20% og Jafnaðarmannaflokkur Sanna Marin 19,9%. Munurinn á efstu flokkunum þremur var þannig innan við eitt prósent, en þó má segja að Finnland hafi sveiflast allnokkuð til hægri miðað við þessar niðurstöður.

Útilokar samstarf með Finnaflokknum

Sigurvegarar Frjálslyndra íhaldsmanna eiga möguleika á að mynda hreina hægri stjórn með Finnaflokknum, eða hægri-vinstri stjórn yfir miðjuna með Jafnaðarmönnum. Sanna Marin hefur sagt að hún útiloki samstarf með Finnaflokknum, og hefur kallað þá „rasista“.

Sanna Marin með nazistaforingjanum Volodymyr Zelensky.

Hefð er fyrir því að stærsti af átta helstu flokkum á finnska þinginu sækist eftir forystu og reyni að mynda ríkisstjórn. Marin leiddi miðju-vinstribandalag Jafnaðarmanna, Miðflokksins, Græningja, Vinstribandalagsins og Sænska þjóðarflokksins Finnlands.

Talið er að ágreiningsefni Frjálslynda íhaldsflokksins og Jafnaðarmanna í efnahagsmálum séu talsverð, á meðan Finnaflokkurinn sé með svipaðar áherslur. Hjá þeim greini helst á um málefni ESB, loftslags- og innflytjenda, en flokkurinn er með langtímamarkmið um að fara úr ESB og fresta loftslagsmarkmiðum til ársins 2035.

Á hitt ber að líta að formaður Frjálslynda íhaldsflokksins, Petteri Orpo, er eins og Sanna Marin, einnig viðriðinn Alþjóðaefnahagsráðið í Davos (WEF). Telja má næsta víst að þessi klíka hafi hag af því að komast saman í stjórn. Til viðbótar hefur Orpo þegar sagt að hann styðji stefnu hennar um inngöngu Finnlands í NATO auk alls þess sem því fylgir. Finnland gekk formlega í NATO í dag.

Finnski utanríkisráðherrann, Pekka Haavisto, tekur í spaðann á bandaríska utanríkisráðherranum Anthony Blinken, í föðurlegri umsjón Jens Stoltenberg, aðalritara NATO í Brussel í dag.

Efnahagsmálin talin hafa ráðið úrslitum

Stjórnmálaskýrendur hafa keppst við að kenna lélegri efnahagsstjórn um úrslitin. Sanna Marin framfylgdi „woke“ og eyðslusömum stefnum á meðan Finnland berst við efnahagsþrengingar við að skipta um orkusala og slíta á viðskiptatengsl við Rússland. Halli finnska ríkissjóðsins hefur vaxið undir hennar forystu, en frá árinu 2019 jókst hann úr 64% í 73%.

Ákvörðunin um inngöngu Finnlands í NATO, hefur orðið til þess að rússnesk stjórnvöld hafa í framhaldinu ákveðið að stilla upp vopnum og vörnum í stórum stíl við landamæri Finnlands. Ætla má að samband landsins við nágranna sinn hafi þannig versnað verulega frá því sem áður var.

Sterk leiðsögn eða óþolandi barnaskapur?

Þó að sumir líti á hana sem sterkan leiðtoga sem sigldi vel í gegnum Covid-19 heimsfaraldurinn og NATO-aðildarferli landsins, segja aðrir að partýhneyksli hennar og barnaleg hegðun geri hana óhæfa í embætti. „Sanna Marin er skautaður persónuleiki. Hún á aðdáendur eins og rokkstjarna, en á hinn bóginn er fullt af fólki sem þolir hana ekki,“ sagði Marko Junkkari, blaðamaður á dagblaðinu Helsingin Sanomat, í samtali við AFP fréttastofuna.

Sanna Marin er fræg að endemum fyrir náin tengsl við Alþjóðaefnahagsráðið í Davos (WEF) og fyrir myndir og myndbönd úr partýi þar sem kókaínneysla kom við sögu. Einnig fyrir að hafa mætt með blóm í útför háttsetts nazista í Kænugarði ásamt stórvini sínum Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Í heimsókninni lofaði hún Zelensky F-18 Hornet-herþotum í heimildarleysi og sem olli því að finnski forsetinn og varnarmálaráðuneytið urðu að leiðrétta ummælin.

Kókaín-partýmyndbandið féll í grýttan jarðveg hjá flestum en sumir kepptust við að koma henni til varnar. Áberandi voru samhljóða stuðningsyfirlýsingar annarra WEF-leiðtoga.

Skildu eftir skilaboð