Franskir mótmælendur sem þrýsta á umbætur í lífeyrismálum fóru í dag inn í bygginguna sem hýsir skrifstofur fjárfestingarisans BlackRock.
Myndbandsupptökur sýna mótmælendur fara inn á jarðhæð Centtorial-byggingarinnar, en skrifstofur BlackRock eru a á þriðju hæð. Fólkið hélt á rauðum blysum og skaut reyksprengjum.
Viðstöðulaus mótmæli hafa verið um allt Frakkland frá því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, breytti reglum um eftirlaunagreiðslur. Breytingarnar fela í sér hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 í 64 ár árið 2030 og til að eiga rétt á fullum lífeyri þarf eftirlaunaþegi að hafa starfað í 43 ár, sem þýðir að viðkomandi þurfi að hafa starfað óslitið frá tvítugsaldri til að eiga rétt á fullum lífeyri.
Verkalýsfélög í landinu hafa skipulagt fjölda mótmæla vegna breytinganna.