Fleiri hundruð þúsund mótmæltu breytingum á lífeyrisgreiðslum í Frakklandi

frettinErlent, MótmæliLeave a Comment

Mótmæli fóru fram í París og öðrum frönskum borgum í sjöunda sinn á þessu ári þar sem mörg hundruð þúsund Frakkar mótmæltu umbótaáætlun stjórnvalda í lífeyrismálum, samkvæmt fréttum fjölmiðla.

Mótmælin hófust fyrr í borgum eins og Nice og Toulouse en þúsundir hófu að safnast saman í París síðdegis á laugardag.

Til nokkurra óeirða kom og köstuðu hópar aðskotahlutum að lögreglumönnum sem gripu inn í með valdi, að sögn útvarpsstöðvarinnar BFMTV.

Yfirvöld handtóku 32 manns í mótmælunum í París, að sögn dagblaðsins Le Figaro og vitnaði í frönsku lögregluna. Sumir voru handteknir í París fyrir að bera bönnuð vopn, þar á meðal lítra af brennandi alkóhóli, sagði lögreglan á Twitter.

Verkalýðssamtök tilkynntu að meira en milljón manns hafi mótmælt í Frakklandi, þar af 300.000 í París, en innanríkisráðuneytið taldi 368.000 mótmælendur á landsvísu, þar af 48.000 í París.

Verkalýðsfélög birtu sameiginlega yfirlýsingu á Twitter eftir mótmælin og ítrekuðu ákall sitt til ríkisstjórnarinnar um að hafa samráð við franska borgara varðandi breytingarnar.

Stéttarfélögin gagnrýndu einnig Emmanuel Macron forseta fyrir að neita að hitta þau. Félögin tilkynntu einnig næsta baráttudag sinn á landsvísu, sem verður 15. mars.

Breytingarnar fela í sér hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 í 64 ára árið 2030 og til að eiga rétt á fullum lífeyri þarf eftirlaunaþegi að hafa starfað í 43 ár, sem þýðir að viðkomandi þurfi að hafa starfað óslitið frá tvítugsaldri til að eiga rétt á fullum lífeyri.

Hér neðar má sjá nokkrar upptökur frá París um helgina:

Skildu eftir skilaboð