Hið nýja kennivald

frettinhinsegin, Innlent, Kynjamál3 Comments

Eldur Deville skrifar:

Í dag birtist á Vísi skoðanapistill Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ og nýráðnum verkefnastjóra Samtakanna ´78 undir yfirskriftinni „Fordómar af gáleysi“.

Þorbjörg, sem einnig er fyrrverandi formaður Samtakanna ´78, hefur verið ráðin sem „verkefnisstjóri tímabundins árs verkefnis til þess að bregðast við bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks.“

Í pistlinum reifar hún um svokallað „öráreiti“ sem á mannamáli kallast pirringur sem móðgunargjarnt fólk verður fyrir. Pistillinn hennar er mjög sakleysislega settur upp og gerður til þess að biðla gagnrýnilaust til góðgæsku fólks. Öll viljum við jú vera umhyggjusöm fyrir náunganum og koma fram á sama hátt og við viljum að sé komið fram fyrir okkur. 

Þrátt fyrir þessa uppsetningu, þá skín í gegn að pistilinn er rætinn áróður á rósamáli fyrir ritskoðun og útvíkkun á refsingu gegn umræðu sem Þorbjörgu hugnast ekki. 

Hún ræðir m.a. um að hún sjái mest „fordómafull og afmennskandi“ ummæli undir fréttafærslum samfélagsmiðlanna og í spjallhópum sem snúast um að ræða íslenskt mál. 

Ég er nokkuð fullviss um að hér eigi hún við hópinn „Málspjall“ sem Eiríkur Rögnvaldsson stýrir, prófessor emeritus í íslenskri málfræði og „málfarslegur aðgerðarsinni,“ eins og hann sjálfur titlar sig. 

Þar hafa verið mjög líflegar og skemmtilegar umræður um afkynjun íslenskunnar, og tilraunir ideólóga að gera málið eins afbakað og kynhlutlaust og hugsast getur. Hópurinn er klofinn í herðar niður þar sem annar helmingurinn er jákvæður gagnvart þessum snöggu og nýtískulegu breytingum en hinn er íhaldssamari og vill fara hægar í sakirnar og láta málið fá að þróast á eðlilegan hátt – án þvingana. 

Hann er fljótur að deila pistli Þorbjargar, lofar hann og vegsamar. 
Ég hins vegar leyfði mér að benda á að orð og skýrar skilgreiningar er þörf í mannréttindabaráttu og til þess að grípa til varna ef gengið er á réttindi fólks.

Ég skrifaði: „Merking orða skiptir máli. Kona er t.d. fullorðin kvenkyns mannvera. Karl er fullorðin karlkyns mannvera. Það er ekki hægt að skipta um kyn, heldur er einungis hægt að breyta kyngervi. Við erum líkamar okkar. Enginn fæðist vitlaust. Merking orða skiptir máli svo við getum lýst hlutlægum raunveruleika.“

Það svarar mér kona að nafni Anna María Sverrisdóttir þar sem hún reifar hugmyndina um sjálfsvitundina og sálina. 

Ég svara henni kurteisislega: „Fólki er vitaskuld frjálst að trúa á sálina og að sama skapi nýju útgáfu kynjafræðinganna af henni „kynvitundina“. Hins vegar breytir sú trú ekki því að við þurfum að geta lýst hlutlægum raunveruleika og skilgreint til að einfalda okkur ferðalagið í gegnum heiminn (lífið).“

Þetta féll í grýttan jarðveg hjá Eiríki prófessor og eyddi hann þessum ummælum mínum í tvígang í þegjandi hljóði og benti mér svo á í einkaspjalli að ég hafi gerst sekur um það brot sem Þorbjörg rekur í pistli sínum.  

Skjáskot af umræðunum

Samtökin ´78 sem er orðin álíka stór ríkisstofnun og Jafnréttisstofa með veltu upp á annað hundrað milljón króna á ári segist hafa ráðið Þorbjörgu til að bregðast við bakslagi. Í ársskýrslu Samtakanna ´78 sem telur nær hundrað síður kemur orðið „bakslag“ fyrir 16 sinnum. Einu sinni í efnisyfirlitinu, tvisvar í pistli formanns, tvisvar í pistli framkvæmdarstjóra, einu sinni í kaflanum um rekstur og fjármál og nokkrum sinnum svona hér og þar. Hvorki formaður, né framkvæmdarstjóri segja okkur hvert bakslagið er. Hvergi í skýrslunni er bakslagið skilgreint efnislega. Þrátt fyrir þetta, fengu Samtökin ´78 15 milljónir aukalega til þess að bregðast við bakslagi. 

Það er því ekki ósanngjarnt að draga þá ályktun að hérna er upprisin ný ríkisstofnun með hlutverk kennivalds. Og nú hefur stofnunin ákveðið að skipa rannsóknarrétt undir stjórn Þorbjargar sem mun fara með skilgreiningarvaldið á því hvað telst rétt og rangt. Villutrúarmennirnir sem neita að undirkasta sig vilja kynjaköltsins munu fá það óþvegið.

Samkynhneigðir hafa búið við tiltölulega ásættanleg mannréttindi á Íslandi síðastliðinn aldarfjórðung. Ég verð ekki móðgaður þó einhver spyrji mig hvort ég eigi konu og börn. Ég kalla slíkt ekki „öráreiti“ eins og Þorbjörg. Ekki myndi mér detta það í hug að saka einhvern um hómófóbíu vegna þessa. 

Hins vegar finnst Þorbjörgu það alveg sjálfsagt að samkynhneigt fólk fái ekki lengur að lýsa raunveruleikanum sem það býr við. Ég laðast að karlmönnum, og ég veit hvað karlmaður er. Ég veit hvernig lyktin af honum er. Ég veit hvernig rödd hann er með. Ég veit hvernig skapgerð hann er með. Ég veit hvernig hann hugsar. Ég veit hvernig er að snerta nakinn líkama hans. 

Kona getur aldrei verið karlmaður. Alveg óháð því hversu margar ringlaðar unglingsstúlkur sækja í hinsegin félagsmiðstöðina og þykjast vera hommar. 

Lesbíur eru nær hættar að geta hist án þess að karl í kjól mæti á svæðið til þess að vera með þeim. Þær eru að mestu leyti farnar „underground“ í einkasamkvæmi, því það er ekki hægt að skipuleggja viðburði þar sem konur geti hitt konur og karlar karla. 

Þess vegna urðu Samtökin 22 – Hagsmunasamtök Samkynhneigðra til. Og frá fyrsta degi var á okkur ráðist og fólk eins og Þorbjörg úthrópaði okkur sem haturssamtök á Twitter.

Samkynhneigt fólk sem hefur einungis átt sín réttindi í aldarfjórðung og konur sem hafa haft sín réttindi í eina öld þurfa að geta lýst hlutlægum raunveruleika sem eru grunnstoðir réttinda þeirra.

Þeir sem vilja taka það frá okkur eru sekir um fordóma af yfirlögðu ráði. 

Höfundur er talsmaður Hagmunasamtaka samkynhneigðra.

3 Comments on “Hið nýja kennivald”

  1. Harrett Eldur, ein helsta ogn gegn malfrelssi a vesturlondum eru einmitt folk einsog Eirikur og Thorbjorg sem dulbua malfar sitt sem andstaedingar „hatursumraedu“ og skilgreina sidan hatur a sinn hatt.

  2. Góð grein og rökræn, vildi bæta þessu við.

    Hatrið helst en hópurinn sem er hataður breytist. Við viðhöldum hatrinu, en beinum því fyrst að einum hóp en svo að öðrum. Fyrst helv. negrarnir, svo helv. rasistarnir, fyrst helv hommarnir, svo helv homma-hatararnir

    Hatrið er það sama og sá sem hatar hefur alltaf (að eigin mati) skotheldar ástæður fyrir hatrinu. Ef við tökum að okkur að hata hatrið, þá erum við að bæta í það sem við segjumst berjast á móti. Við þurfum að læra að taka ábyrgð á okkar eigin hatri, en hætta að hatast út í hatur náungans, því hatur verður ekki læknað með meira hatri.

  3. Að vera hommi er óeðlilegt og stríðir gegn náttúrunni. Ég er viss um að Eldur Deville er sammála því og vil gera þjóðfélaginu fært að koma slíkum einstaklingum inná stofnanir sem bera siðferðilega skyldu til að losa þjóðfélagið við svona óeðli. Það skiptir engu máli þó það sé til fólk sem finnst ekkert athugavert við homma, okkur ber skylda til að vernda fornaldarhætti og fólk sem getur ekki sætt sig við breytingar, það fólk er ávalt rétthærra meiri segja þó það hafi rangt fyrir sér og allir aðrir viti það.

    Eldur Deville #útrýmumhommum til að vernda börnin og íslenska tungu.

Skildu eftir skilaboð