Þáttastjórnandinn Tucker Carlson hjá Fox News spurði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hver hafi sprengt upp Nord Stream gasleiðsluna í Eystrasalti.
Forsetinn fyrrvarandi svaraði: „Ég vil ekki koma landinu okkar í vandræði þannig að ég mun ekki svara því, en ég get sagt ykkur hverjir gerðu það ekki. Rússar.“
Þegar eyðileggingin átti sér stað á síðasta ári gáfu bandarískir embættismenn til kynna að Rússar ættu sök á sprengingunum.
„Frekar diplómatískt svar frá manni sem á að vera geggjaður,“ sagði Tucker.
Hér má sjá viðtalið.