Samkvæmt fréttatilkynningu frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox hefur þáttastjórnandinn Tucker Carlson hætt störfum hjá fréttastöðinni.
Þessar fréttir koma í kjölfar nýlegrar sáttar milli Fox og kosningafyrirtækisins Dominion Voting Systems (DVS), þó að sérstök ástæða hafi ekki enn verið gefin fyrir brotthvarfi Carlsons frá stöðinni. DVS höfðaði meiðyrðamál Fox fyrir að halda því fram að forsetakosningunum árið 2020 hefði verið stolið.
Athygli hefur vakið að í lok síðasta þáttar Carlson, sem sýndur var þann 21. apríl síðastliðinn, kvaddi Carlson áhorfendur eins og hann yrði aftur mættur á skjáinn í dag mánudag. Virðist því að skyndiákörðun hafi verið um að ræða.
Tucker sem er vinsælasti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.
BREAKING NEWS: FOX News Media, Tucker Carlson part wayshttps://t.co/5U1zQBpFHz
— Fox News (@FoxNews) April 24, 2023