Tucker Carlson: Úkraínumenn sprengdu líklega stífluna

frettinInnlendar3 Comments

Bandaríski þáttastjornandinn Tucker Carlson fjallar um árásina á stífluna Kakhovka í Kerson-héraði Úkraínu í þætti sínum á Twitter í gær.

Carlson spyr hver framkvæmdi verknaðinn?

Hann bendir á að stíflan sjálf var í raun rússnesk og byggð af rússneskum stjórnvöldum og sé staðsett á svæði sem rússneski herinn hefur yfirráð yfir. Þá skaffar stíflan vatn á Krímskaga sem hefur m.a. verið aðsetur Svartahafsflota Rússlands undanfarin 240 ár.

Carlson segir að sprenging stíflunar sé slæm fyrir Úkraínu en skaði Rússlands sé hins vegar meiri og einmitt þess vegna hefur úkraínska ríkisstjórnin íhugað að eyðileggja stífluna. Í desember sl. hafði Washington Post eftir úkraínskum hershöfðingja að úkraínski herinn hefði skotið eldflaugum framleiddum í Bandaríkjunum á stífluna til að æfa árás á stífluna.

Carlson segir síðan að eftir því sem staðreyndirnar komi fram verður það alltaf minni ráðgáta hvað hafi komið fyrir stífluna. Hvaða réttsýna manneskja myndi álykta að líklegast hafi úkraínustjórn sprengt stífluna.

Í þætti sínum heldur Tucker Carlson síðan áfram að fjalla um samskonar einhliða frásagnir meginstraumsfjölmiðla í Bandaríkjum um að Rússar hafði sprengt stífluna og bendir á að þar sé ekki einu orði vikið að möguleikanum á því að Úkraínumenn hafi sprengt hana.

Þátt Tucker Carlson má sjá hér:

3 Comments on “Tucker Carlson: Úkraínumenn sprengdu líklega stífluna”

  1. Þó mörg okkar þykir gaman að hlusta á Tuckerinn þá verðum við samt að muna að Tucker er búin að vinna hjá Elítunni yfir 30. ár mér þykir það heldur ósennilegt að maðurinn hafi alltí einu fengið eitthvað samviskubit yfir öllu bullinu og lýginni sem hann hefur fjallað um á sínum fyrri starfsárum. Tucker segir það sem margir vita nú þegar sem virkilega fylgist með fréttum og sjá í gegnum áróður Vestrænna fjölmiðla. Ég tel að Tucker sé svona opposition controlled umfjöllun sem fær fólk sem sér í gegnum hinn áróðurinn en fellur fyrir hans upplýstum áróðri og fangast í netinu hans. Mér finnst sjálfu gaman að hlusta á Tucker hann fær svona hlutina sem maður veit nú þegar til að öðlast líf og sál sem annars fæst ekki í gegnum MSM. En hann hefur samt aldrei upplýst mig um eitthvað sem ég vissi ekki nú þegar annarstaðar frá.

  2. Úkraínumenn hafa ekki yfir svo fullkomnum búnaði að ráða til að sprengja þessa stíflu eða Nordstream gasleiðslurnar, enn bæði bretinn og kaninn eru með fólk og búnað til að gera þetta. Ég er nokkuð viss að flest NATO ríkin viti af þessum hryðjuverkum, miðað við hvernig íslenska utanríkisráðherra pokarottan brást við sprengingunni á Kakhovka stiflunni í Kerson-héraði Úkraínu er nokkuð ljóst að hún veit um þessi hryðjuverk.

  3. Já Ari, er nokkuð viss um að það var búið að skrifa fréttina fyrir MSM áður en þeir sprengdu stífluna… Maður er farin að þekkja stílinn hjá þessu fólk eftir 20.ár að fylgjast með lýginni hjá þeim.. Alltaf sama taktíkin sem þeir nota og augljóst að þeir eru ekkert farnir að gera eitthvað nýtt þegar það kemur af áróðrinum. Hugsanlega er að þetta virkar vel enn á sauðheimskan almenninginn.

Skildu eftir skilaboð