Telegraph: BBC olli almenningi tjóni og tók þátt í samsæri gegn opinni umræðu

frettinCOVID-19, Erlent, FjölmiðlarLeave a Comment

The Telegraph:

BBC er svo stolt af þeirri staðreynd að George Orwell hafi eitt sinn starfað þar, að stytta af honum stendur fyrir utan höfuðstöðvar fréttastöðvarinnar. Styttan á að vera hvatning til starfsfólks sem er á leið til vinnu sinnar.

George Orwell við BBC

Orð Orwells eru greftruð í steinvegg við styttuna: „Hafi frelsið merkingu liggur hún í réttinum til segja fólki hluti sem það vill ekki heyra.“

Sumt af þessu starfsfólki hefur eflaust hugleitt hvað Orwell hefði sagt um fréttaflutning BBC á tímum Covid faraldursins og þátttöku fjölmiðilsins í „stefnumótavinnu gegn upplýsingaóreiðu“ (Counter-Disinformation Policy Forum), starfsnefnd sem sett var á laggirnar af ríkisstjórninni til að drepa niður það sem hún taldi falsfréttir.

Heitið á nefndinni gæti hafa verið tekið úr stærstu skáldsögu Orwells og kaldhæðnin hefur varla farið fram hjá fréttamönnum BBC sem voru í raun sakaðir um hugsunarglæpi, voguðu þeir sér að stuðla að opinni umræðu um lokunarstefnu ríkisstjórnarinnar.

Það eru vaxandi vísbendingar um það, að á meðan á faraldrinum stóð, hafi BBC breyst úr ríkisfjölmiðli sem byggði á hlutleysi, yfir í ríkismiðil sem kæfði niður raddir sem skoruðu á hólm einræðislega stjórnarhætti stjórnvalda í Covid.

Telegraph hefur rætt við núverandi og fyrrverandi fréttamenn BBC sem lýstu „andrúmslofti sem einkenndist af hræðslu“ á vinnustaðnum meðan á faraldrinum stóð. Hæðst var af þaulreyndu fréttafólki, efaðist það um réttmæti lokunaraðgerða, eða það kallað „andófsfólk“.

Sumir kvörtuðu við æðstu stjórnendur yfir þröngri afstöðu BBC, en voru hunsaðir. Aðrir tjáðu sig í leynilegum WhatsApp hópum til að deila gremju sinni, eins og meðlimir andspyrnuhreyfingar gera.

Á meðan aðrir fréttamiðlar unnu sjálfstætt mat á mótsagnakenndum vísindalegum sönnunargögnum um kórónuveiruna var BBC eini miðilinn sem mætti á „stefnumótunarfundi gegn upplýsingaóreiðu“, fundi sem stjórnað var af ráðherrum eða embættismönnum.

BBC hefur haldið því fram að þeir hafi aðeins setið fundina sem „áheyrnarfulltri“ og hefur reynt að gera lítið úr mikilvægi fundanna.  En það leiðir óhjákvæmilega til þess að fólk gruni að fréttastöðin hafi tekið við fyrirmælum frá ríkisstjórninni, frekar en að leyfa fréttamönnum sínum að rýna í öll sönnunargögn, með sjálfstæðum og óhlutdrægum hætti.

„Það var ritskoðun í gangi,“ sagði fréttamaður BBC. „Það var engin umræða um hver ætti og hver ætti ekki að mæta í útsendingu, það voru alveg skýrar línur með það. „Fólk sagði við mig: „það er hættulegt að spyrja spurninga“, sem er stórfurðulegt. Ef maður benti ritstjórum á aðra möguleika varðandi Covid, en þann sem hin einhliða frásögn byggðist á, var manni mætt með svívirðilegum hryllingssvip.“

„Við erum núna að ræða langtíma skaða af völdum lokana og BBC á sinn þátt í tjóninu, með því að hafa ekki haldið á lofti neinni gagnrýni og ekki stuðlað að neinum rökræðum.“

Blaðamaðurinn sem BBC sendi á fundi ríkisstjórnarinnar um upplýsingaóreiðu var Jessica Cecil, stofnandi samtakanna Trusted News Initiative (TNI ). Samtökin voru stofnuð undir stjórn Tony Halls þáverandi framkvæmdastjóra árið 2019, áður en Covid byrjaði. Tilgangurinn var að hrekja falsfréttir og vara fjölmiðlafólk við ósannindum sem færu um hnöttinn.

Í stað þess að leyfa TNI að sinna starfi sínu með því að koma auga á rangar fregnir, sendi BBC Jessicu Cecil á Zoom fundi hjá upplýsingaóreiðunefnd ríkisstjórnarinnar, sem hófust í desember 2020.

Fundum var í sumum tilfellum stýrt af Dame Caroline Dinenage, þáverandi ráðherra menningarmála og stafrænna samskipta, en annars var þeim stýrt af Sarah Connolly, forstöðumanni öryggismála og „internet-skaða“ hjá menningarmálaráðuneytinu. Meðal þátttakenda voru aðrir starfsmenn ráðuneytisins, embættismenn frá heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu, fulltrúar samfélagsmiðlafyrirtækja, fræðimenn frá sex háskólum og aðili frá útvarpseftirlitinu Ofcom.

Markmiðið með vinnunni var að koma í veg fyrir að ósannindum um Covid bóluefnin yrði dreift á netinu, en á fundi í janúar 2021 ræddi hópurinn „hvort umfang skaðans ætti að takmarkast við Covid-19/bóluefnisins“ og benti á að mögulegt væri að svokölluð upplýsingaóreiða næði lengra en Covid.

Tilvist þessarar starfsemi, ásamt starfshópi ríkisstjórnarinnar um upplýsingaóreiðu, sem Telegraph afhjúpaði í síðustu viku, fékk enga athygli á sínum tíma, og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvers vegna.

Robin Aitken, fyrrverandi blaðamaður BBC og höfundur bókarinnar The Noble Liar: How and Why the BBC Distorts the News to Promote a Liberal Agenda, sagði uppgötvunina um að BBC hafi tekið þátt í fundunum „ógnvekjandi,“ og kallaði það „samsæri gegn opinberri umræðu“.

Aitken sagði: „Hver vissi af þessu? Það er ekkert gagnsæi. BBC var með gott orðspor, heimsþekkt fyrir að segja sannleikann, en svona nokkuð sýnir að það er ekki rétt. Ef BBC kýs svo, þá hlýðir fyrirtækið valdinu og gerir það sem ríkisstjórnin vill að það geri. Þessi hugmynd um upplýsingaóreiðu er aðferð til að þvinga rétttrúnaðinum inn í opinbera umræðu.“

BBC er mikið í mun að gera lítið úr mikilvægi fundanna og segir að frú Cecil hafi aðeins setið fundi sem „áheyrnarfulltrúi“, þó ekki hafi tekist að útskýra nákvæmlega hvað það þýðir.

Að sögn eins heimildarmanns sem sótti fundina urðu þeir fljótlega að einhvers konar „pallborðsumræðum almannatengla sem störfuðu fyrir netfyrirtækin og sögðu ráðherrunum hversu frábært starf þeir væru að vinna“.

Engu að síður jafngilti ákvörðun BBC um að mæta á fundina stuðningi við kerfið og fréttirnar voru samkvæmt því, og þeim gögnum sem fjölmiðillinn hafði aðgang að.

The Telegraph.

Skildu eftir skilaboð