Telegraph: Breska ríkisstjórnin rak deild sem njósnaði um gagnrýnendur Covid aðgerða

frettinInnlendarLeave a Comment

Á myndinn eru Dr Carl Heneghan, Molly Kingsley og Dr Alexandre de Figueiredo sem voru undir eftirliti ríkisstjórnarinnar

Leynileg deild innan ríkisstjórnar Bretlands starfaði með stjórnendum samfélagsmiðla til að reyna að draga úr umræðu um umdeilda lokunarstefnu meðan á heimsfaraldri stóð. Þetta upplýsir The Telegraph.

Deildin sem sem ber heitið  "The Counter-Disinformation Unit" (CDU) var sett á laggirnar af ráðherrum til að takast á við meintar innlendar „ógnir“ og beindist starfið gegn þeim sem gagnrýndu lokunarðgerðir og efuðust um fjöldabólusetningu barna.

Deildin lét fjarlægja færslur þeirra sem héldu uppi gagnrýni á samfélagsmiðlum. Vaxandi grunur er um að samfélagsmiðlar hafi notað tækni til að koma í veg fyrir að færslur fengju dreifingu eftir „flöggun“ frá CDU eða skrifstofu ríkisstjórnarinnar.

Skjöl sem fengust afhent með vísan til upplýsingalaga (FoI) sýndu að leynilega var fylgst með aðgerðum þekktra einstaklinga sem gagnrýndu Covid-stefnu ríkisstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin notaði gervigreindarfyrirtæki (AI) til að „hreinsa til“ á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið „flaggaði“ t.d. umræðu um andstöðu við bólusetningapassa. Mörg af þessum álitaefnum áttu rétt á sér á sínum tíma og hafa síðan reynst eiga við rök að styðjast.

Fjölmiðlasamsteypan BBC tók einnig þátt í leynilegum stefnumótafundum stjórnvalda til að taka á svokallaðri upplýsingaóreiðu.

Þingmenn og baráttumenn fyrir málfrelsi fordæmdu þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar á föstudag og sögðu málið „sannarlega ógnvekjandi“. Ríkisstjórnin hafi nýtt „verkfæri til að ritskoða breska ríkisborgara,“ í ætt við starfshætti kínverska kommúnistaflokksins.

Mikið af vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi „upplýsingaóreiðu“ er hulin leynd af „þjóðaröryggisástæðum“. Fjöldi opinberra skjala er enn falin eða yfirstrikuð.

Í Bandarikjunum hefur Twitter birt svipaðar upplýsingar sem sýna hvernig bandarísk stjórnvöld unnu einnig eftir leynilegri áætlun til að draga úr gagnýnni umræðu um lokunaraðgerðir á tímum Covid.

Núna hefur það verið upplýst að prófessor Carl Heneghan, sóttvarnalæknir í Oxford, sem hefur verið ráðgjafi Boris Johnson, og Dr Alexandre de Figueiredo, vísindamaður við London School of Hygiene and Tropical Medicine (LSHTM), voru undir eftirliti þessarar leynilegu „upplýsingaóreiðudeildar“ bresku ríkisstjórnarinnar.

Einnig var fylgst með lögfræðingnum Molly Kingsley sem er rithöfundur og stofnandi samtakanna USforThem. Hún setti af stað herferð til að halda skólum opnum á meðan á heimsfaraldrinum stóð.

Fyrir utan CDU deildina starfrækti ríkisstjórnin viðbragðsdeild (Rapid Response Unit) á skrifstofu stjórnarráðsins sem leitaði að upplýsingum á netinu sem hún taldi flokkast sem rangar upplýsingar.

Í sumum tilvikum, sættu einstaklingar, hvers skrifum var fylgst með af ríkisstjórninni, refsiaðgerðum af Twitter og Facebook.

Skildu eftir skilaboð