Íslenska ríkið hefur fargað 525 þúsund skömmtum af Covid-sprautuefni

frettinCovid bóluefni, Innlent2 Comments

Samkvæmt svari frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland nú þurft að farga 525 þúsundum skömmtum af Covid sprautuefni.

Íslenska ríkið hefur keypt Covid bóluefni fyrir 3,9 milljarða kr. frá upphafi faraldurs samkvæmt svari frá heilbrigðisráðuneytinu í ágúst 2022. Auk þess hefur ríkið greitt 750 milljónir kr. til Gavi Covax bandalagsins sem sér um að dreifa Covid bóluefnum til efnaminni þjóða.

Ráðuneytið sagði í október 2022 að Ísland og önnur Evrópulönd hafi keypt umframmagn bóluefna til að gefa þeim sem þurfa á því að halda í þeim tilgangi að styðja við bólusetningamarkmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar en ekki hafi tekist að gefa alla umframskamtana og því þurft að farga um 211 þúsund skömmtum. Upplýsingar um skammta sem gefnir hafa verið má sjá hér.

Samkvæmt upplýsingasíðunni Covid.is hafa nú verið gefnir um 880 þúsund skammtar hér á landi og hefur íslenska ríkið eins og áður segir fargað 525 þúsundum skömmtum.

Í maí 2021 kom fram að íslenska ríkið hefði tryggt sér kaup á um 1,4 milljónum skammtaaf Covid „bóluefni“ frá Pfizer-BioNTech, í samningi sem er til þriggja ára. Íslenska ríkið keypti einnig Covid sprautuefni frá fleiri framleiðendum sem voru tæplega milljón alls samkvæmt svari frá heilbrigðisráðuneytinu. Um 400 þúsund skammtar voru keyptir frá Moderna, 230 þúsund frá Astra Zeneca, 235 þúsund af Janssen frá Johnson&Johnsons, um 60 þúsund skammtar af Sanofi/GSK og 42 þúsund af Nuvaxovid.

Í dag er aðeins boðið upp á efnið frá Moderna og Pfizer. Ekki hefur komið fram í fréttum hérlendis hvort önnur efni hafi verið tekin af markaði, en í Bandaríkjunum var sagt frá því að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hafi fyrirskipað að Janssen sprautuefninu skyldi fargað og í Ástralíu var sagt frá því að yfirvöld hafi hljóðlega tekið AstraZeneca úr umferð.

Strax um vorið 2021 ákváðu Danir að bjóða ekki upp á bóluefnið Janssen „vegna sjaldgæfra aukaverkana.“ Ísland hélt þó áfram að bjóða upp á efnið og sagði einn skammt  af Janssen vera „fulla bólusetningu,“ nokkuð sem breyttist einhverjum mánuðum síðar.

2 Comments on “Íslenska ríkið hefur fargað 525 þúsund skömmtum af Covid-sprautuefni”

  1. Umframdauði á Íslandi á sér enga hliðstæðu, mikil er ábyrgð þeirra sem komu að þessu. Maðurinn uppsker það sem hann sáir.

  2. Peningum illa varið afar slök stjórnun hjá ráðherrum og þessu svokallaða heilbrigðiskerfi okkar. Einkennilegt að galopna ísland í rassgat nánast án eftirlits og smitaðir streimdu inn í landið sem smituðu svo mann og annan en reka svo svaðalegan áróður til að ná sem flestum landsmönnum í bólusetninguna. Tek hattinn ofan fyrir þeim örfáu sem fóru ekki í COVID sprautuna illræmdu einfaldlega vegna þess að sæmilega heilbrigður einstaklingur þurfti ekki á þessari bólusetningu að halda, hún gerði meiri skaða en gagn í flestum tilfellum.

Skildu eftir skilaboð