Janssen bóluefnið tekið af markaði í Bandaríkjunum

frettinCovid bóluefni, ErlentLeave a Comment

Janssen COVID-19 bóluefnið frá Johnson & Johnson's sem gefið var tugþúsundum Íslendingum og átti að teljast full bólusetning við veirunni hefur verið tekið af markaði í Bandaríkjunum.

Síðustu birgðar í Bandaríkjunum runnu út 7. maí, samkvæmt Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) og hefur verið fargað. CDC hefur ekkert tjáð sig um málið utan þess að fara fram á að efninu verði fargað: „Fargið öllu sem eftir er af Janssen COVID-19 bóluefninu í samræmi við ríkis- og alríkisreglur,“ segir stofnunin á vefsíðu sinni. Um 19 milljónir Bandaríkjamanna fengu Janssen bóluefnið, samkvæmt tölfræði CDC.

Í apríl 2021, mælti CDC og  bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) með því að gera hlé á notkun Janssen bóluefnisins eftir að það var tengt við blóðtappas“ .

Mælt með örvunarskammti af annarri tegund

Í lok júlí 2021, þegar delta-afbrigðið var farið að láta á sér kræla hér á landi, mælti sóttvarnalæknir með því að þeir sem fengið höfðu einn skammt af bóluefni Janssen fengju örvunarskammt af Pfizer eða Moderna. Einn skammtur af Janssen var því ekki lengur „full bólusetning“ eins og almenningi hafði verið sagt.

Ekki var einhugur meðal lækna um þá ákvörðun sóttvarnalæknis að gefa stórum hópi fólks sem fékk Janssen-bóluefnið örvunarskammt. Fimmtán manns fengu hjartabólgu eftir Janssen skammtana og einhverjir kunn að hafa skaðast varanlega.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aftur á móti að ákvörðun sín um að gefa fólki sem fékk Janssen-bóluefnið örvunarskammt hafi verið réttlætanlega. „Í heimsfaraldri sé ekki alltaf hægt að bíða eftir skotheldum, vísindalegum niðurstöðum,“ sagði Þórólfur.

Danmörk og Noregur hættu við að nota bæði Janssen- og AstraZeneca-bóluefnið vegna tengsla lyfjanna við sjaldgæfa blóðtappamyndun. Á Íslandi ákváðu sóttvarnayfirvöld að nota efnið áfram.

Skildu eftir skilaboð