Fordómafullir heilbrigðisstarfsmenn þurfa hinseginfræðslu

frettinInnlendar2 Comments

Eftir Geir Ágústsson:

Eins og allir vita eru læknar og hjúkrunarfræðingar mjög uppteknir af því að veita heilbrigðisþjónustu sem byggist á vísindum og aðlagar sig að þörfum skjólstæðinga sinna, með þeirri veigamiklu undantekningu að ef einhver þrýstir að þeim sprautum sem eiga að fara til sem flestra að þá bognar þetta ágæta fólk undan þrýstingi.

Almennt þýðir þetta að ef karlmaður hittir lækni og kvartar undan óþægindum í pungi eða ef kvenmaður kveðst hafa fundið þykkildi í brjóstum að þá eru þessir einstaklingar færðir í meðferðarúrræði sem miða að því að lækna líkama þeirra.

Komi til læknis einstaklingur sem kveðst vera kona í líkama karlmanns, með óþægindi í pung, þá spáir læknirinn væntanlega ekki í slíkum skilgreiningum og einbeitir sér að pungnum. Líkami er líkami. Líffæri er líffæri. Hvaða máli skiptir það hvort manneskjan sem er tengd við líffærið skilgreini sig sem eitthvað, ekkert eða allskonar?

Þessi nálgun er að því er virðist að sögn Stúdentaráðs Háskóla Íslands alveg ómöguleg. Nýleg yfirlýsing þess annars ágæta ráðs ber vott um það. Ég afsaka langa tilvitnun, en gullmolarnir dreifa sér um langar vegalengdir. Áhersla er mín.

Árið 2022 voru gefnar út tvær skýrslur unnar af nemum HÍ sem fjalla um stöðu og réttindi trans og kvára á Íslandi. ... Báðar rannsóknir sýndu þær niðurstöður að trans og kynsegin fólk stendur frammi fyrir stórum áskorunum innan heilbrigðiskerfisins, og þá sérstaklega þegar kemur að þekkingarleysi heilbrigðisstarfsfólks. Niðurstöður úr báðum rannsóknum sýndu að kerfið vinnur ekki með trans og kynsegin fólki og að auknir fordómar og vanþekking innan heilbrigðisgeirans skili af sér lélegri þjónustu fyrir þennan hóp samfélagsins.

Mikilvægt er að brugðist verði við og ráðist sé á rót vandans, sem í grunninn er fáfræði og vanþekking heilbrigðisstarfsfólks, með því að byggja upp þekkingu strax í grunnnámi. ...

Stúdentaráð telur því nauðsynlegt að hinseginfræðslu verði bætt við í kennsluskrá skyldufaga innan sviðsins, þá sérstaklega í grunnnámi læknis- og hjúkrunarfræði, og skorar á stjórn Heilbrigðisvísindasviðs að bregðast fljótt við. Með því að opna á umræður og auka fræðslu innan sviðsins er Háskólinn að stíga fram og taka eindregna afstöðu með trans einstaklingum í samfélaginu og tilverurétt þeirra. Háskóla Íslands ber samfélagsleg skylda til þess að vinna gegn mismunum og ein leið til að gera það er með aukinni fræðslu um jaðarsetta hópa og stöðu þeirra innan samfélagsins.

Þá höfum við það. Fordómafullir heilbrigðisstarfsmenn, ekki nægilega fræddir í grunnnámi sínu um eitthvað sem skiptir miklu máli, þurfa meiri fræðslu. Eða svo segja tvær skýrslur með sama höfund (í raun).

Læknar eru ekki að skera brjóst af stelpum og typpi af strákum nógu hratt. Þeir eru skilningssljóir!

Auðvitað er öll þessi yfirlýsing tóm tjara. Margar skýrslur eru til, og sumar jafnvel með mismunandi höfunda. Þær leggja mögulega og vonandi sem flestar áherslu á að heilbrigðisstarfsfólk lækni líkama fólks, óháð því hvað eigendur þeirra kalla sig. Ég geri ráð fyrir að læknar séu ekki að hrópa að skjólstæðingum ókvæðisorð vegna trúarskoðana þeirra, hárlits og húðlits, eða halda aftur af sérfræðiþekkingu sinni þótt til þeirra komi Birgir sem kallar sig Björg, og er illt í pungnum.

Að eyða tíma nemenda í heilbrigðisnámi í hvernig á að meðhöndla líkama öðruvísi en líkama er annaðhvort algjör þvæla eða gróf aðför að heilbrigðisstarfsfólki.

Stúdentaráð Háskóla Íslands er á vegferð sem kemur stúdentum ekkert við. Kannski það ætti á næsta aðalfundi að leggja til að það gufi upp.

2 Comments on “Fordómafullir heilbrigðisstarfsmenn þurfa hinseginfræðslu”

  1. Sjúkur og klikkaður heimur elur af sér sjúkt og klikkað samfélag.

  2. Þegar andlega sjúku fólki er leyft að hafa áhrif án þess að heilbrigðir hafi hönd í bagga, þá er þetta afleiðingin.

    Sjúkdómurinn verður normið og þeir sem voru heilbrigðir; Þeir sem höfðu uppgötvað í æsku að drengir hafa typpi og stelpur hafa píku, þurfa á „endurmenntun“ að halda, í stíl við menningarbyltingu Kína.

    Hnignun vesturlanda er augljós …

Skildu eftir skilaboð