Þögli meirihlutinn

frettinGeir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Frændi minn skrifaði áhugaverða hugleiðingu í grein um daginn sem ég birti hér í heilu lagi:

Tilheyrir þú þögla meirihlutanum?

Und­ir­ritaður vill hvetja þögla meiri­hlut­ann til þess að viðra skoðanir sín­ar oft­ar, gera það af skyn­semi, með kær­leika í hjarta og af stakri kurt­eisi.

Hef­ur þú velt því fyr­ir þér, hvers vegna umræðan í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum fer illa sam­an við umræðu meðal vina og vanda­manna? Hvers vegna öfga­kennd­ar skoðanir virðast tröllríða „umræðunni“ og öll raun­veru­leg umræða um sömu mál er þögguð niður og lítið gert úr þeim sem hafa spurn­ing­ar eða áhyggj­ur af þró­un­inni?

Ef þú hef­ur velt þessu fyr­ir þér er ekki ólík­legt að þú sért hluti af þögla meiri­hlut­an­um. Fá­menni minni­hlut­inn á vissu­lega rétt á því að koma skoðunum sín­um á fram­færi, en í lýðræðis­legu sam­fé­lagi er það ólíðandi að hún taki yfir umræðuna með slíku offorsi og með bein­um eða óbein­um hót­un­um í garð þeirra sem voga sér að hafa aðra skoðun eða spyrja sjálf­sagðra spurn­inga.

Les­andi góður, ég vona að þú kjós­ir að taka þátt í því að opna umræðuna. Það er nauðsyn­legt að spyrja spurn­inga, tjá sig og láta fólkið í kring­um sig vita fyr­ir hvað maður stend­ur. Á sama tíma er afar mik­il­vægt að ræða mál­in af skyn­semi, með kær­leika í hjarta og af kurt­eisi við menn og mál­efni. Hver nenn­ir að sitja und­ir gíf­ur­yrðum og dóna­skap?

Oftast heyrum við talað um þögla minnihluta, eða minnihluta sem fá enga áheyrn. Kannski það sé ekki vandamálið. Kannski er vandamálið að meirihlutinn þegir, eða er látinn þegja, a.m.k. á opinberum vettvangi.

Þessi meirihluti sem hefur áhyggjur af ýmsum tískustraumum. Þessi sem lætur sig hafa það að fyrirmælin stangast á við magatilfinninguna og betri vitund og fylgir fyrirmælunum sama hvað. Þessi sem vildi gjarnan vita meira um það sem er sagt við börn sín á stofnunum en þorir ekki að spyrjast nánar fyrir um það.

Hvað þekkir þú marga sem skilgreina sig sem konu með typpi eða kisu eða án hneigðar eða með nýja hneigð á hverjum degi? Hvað þekkir þú marga sem vilja hræða börn sín til dauða út af veðurfarinu? Hvað þekkir þú marga sem sýna í verki að notkun jarðefnaeldsneytis er dauðadómur plánetunnar?

Sennilega færri en sem nemur plássinu sem spámenn þessara skoðana fá í fjölmiðlum.

Skildu eftir skilaboð