Seðlar teknir úr umferð á Norðurlöndunum

frettinInnlendar1 Comment

Íslandsbanki tilkynnti það í síðustu viku að skandi­nav­ísk­ir seðl­ar séu á út­leið, viðskipti með danska, norska og sænska seðla á milli landa hafa sætt takmörkunum og fyrirséð er að þær takmarkanir munu aukast enn frekar.

Í tilkynningu frá bankanum segir að:

Á undanförnum árum hafa Norðurlöndin þróast sífellt nær því að vera seðlalaus samfélög og reglur um peningaþvættisvarnir verið hertar. Viðskipti með danska, norska og sænska seðla á milli landa hafa því sætt takmörkunum og fyrirséð er að þær takmarkanir munu aukast enn frekar. Í ljósi þessa hættir Íslandsbanki að selja seðla frá Norðurlöndunum (DKK, NOK og SEK) frá og með 1. september næstkomandi.

Fólki sem á seðla í danskri, norskri eða sænskri mynt gefst engu að síður ráðrúm til ársins 2024 til þess að skipta gjaldmiðlunum í bankanum. Þannig hefur fólk ráðrúm til að leysa fé úr hólfum eða hreinsa upp seðla sem til eru heimavið.

Um leið og brugðist er við þróun á Norðurlöndunum er ákvörðunin umhverfisvænt því í kjölfarið dregur úr seðlaflutningum á milli landa, auk þess sem minni viðskipti með seðla styðja við markmið um varnir gegn peningaþvætti. 

Tilkynninguna má sjá hér.

One Comment on “Seðlar teknir úr umferð á Norðurlöndunum”

  1. Reiðufé: Frelsi. – Ekkert reiðufé: Ekkert frelsi. – Þarf ekki að koma því í lög, að hér verði reiðufé um ókomin ár ?

Skildu eftir skilaboð