Samtökin 22, greindu frá því fyrr í dag að Vísir.is sé búið að „blokka“ samtökin á athugasemdakerfinu á Facebook.
Talsmaður samtakanna Eldur Ísidór segir að samtökin hafi verið í miðjum umræðum um orðskrípasmíði Samtakanna '78 og gagnrýni þeirra á RÚV, „og af einhverjum ástæðum sem eru okkur óskiljanlegar, þá hvorki finnum við umræðuþráðinn og það sem meira er, við finnum ekki einu sinni Vísir,“ segir Eldur.
Í samtali við Fréttina segir Eldur að þetta verði að teljast mjög óeðlilegt. Við erum samtök samkynhneigðs fólks sem hafa fullan rétt til þess að taka þátt í þjóðfélagslegri umræðu og þá sérstaklega þeirri sem snýr beint að okkur.
„Það er okkur illskiljanlegt af hverju Vísir gerir þetta og tekur beinan þátt í herferðum gegn okkur.
T.d. hefur Vísir birt óvandaðar greinar transaktivista, en svo synjað okkur um birtingar þegar við viljum svara greinunum eða leiðrétta rangfærslur.
Við vonum auðvitað að Vísir.is sjái að sér og kippi þessu í liðinn hið snarasta,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.
Eldur sendi í framhaldi kvörtun til ritstjórnar Visis fyrir hönd samtakanna. Í svari Vísis segir að blaðamaður hafi ætlað að loka fyrir athugasemdir, en fyrir mistök „blokkað“ aðganga og má sjá svarið í heild sinni hér neðar.
Athygli hefur vakið að Vísir hefur nú lokað alfarið fyrir athugasemdir undir fréttinni, og segir Eldur að það sé líklegast vegna þess að þær fjölmörgu athugasemdir sem komnar voru að, „almenningsálitið hentaði Vísi og Samtökum 78 illa í þetta sinn“, segir Eldur.
One Comment on “Vísir „blokkar“ Samtökin 22 og lokar fyrir athugasemdakerfið”
Visir er áróðursmiðill sem ætti að skilgreina sem aktivista.