Aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu segir úkraínskar hersveitir hafa sprengt Krímbrúna

frettinErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, Hanna Maliar, hefur viðurkennt að úkraínskar hersveitir séu ábyrgar fyrir sprengjuárás á Krímbrúna, Rússar hafa stjórnað brúnni, sem tengir saman Rússland og Krím,  síðan þeir hertóku Krímskagann árið 2014. CNN segir frá.

Maliar taldi  upp 12 úkraínsk afrek síðan innrás Rússa hófst fyrir 500 dögum. Hún skrifaði á Telegram:

Fyrir 273 dögum hófum (við) fyrstu árás á Krímbrúna til að trufla flutninga Rússa.“

Í Telegram-skilaboðunum var einnig minnst á rússneska herskipið Moskvu sem sökkt var fyrir 451 degi og frelsun Snake eyjunnar (fyrir 373 dögum).

Bandaríska fréttastöðin CNN hefur haft samband við her Úkraínu og óskað eftir upplýsingum frá þeim varðandi ábyrgð á sprengingu brúarinnar en hefur ekki fengið svar.

Brún var spengd í október á síðasta á ári og sagði forseti Úkraínu þá að árásin hafi verið framin af Rússum.

Skildu eftir skilaboð