Almenn skynsemi og þorskhausar

frettinInnlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Er það svo, að það sitji 63 þorskhausar á Alþingi eins og Kári Stefánsson heldur fram? Fjarri fer því. 

Það er sjálfsagt og eðlilegt í lýðræðisþjóðfélagi, að menn deili um menn og málefni, raunar forsenda þess að gott og framsækið lýðræðisþjóðfélag sé við lýði. Það er gaman að hlusta á pólitískar umræður, þar sem vegist er á með rökum, skarpskyggni, góðri dómgreind og vitrænum hætti. Því miður gefst það sjaldan á Alþingi, en kemur þó fyrir. 

Þeir sem sitja á Alþingi eru upp til hópa ágætlega viti bornir einstaklingar og verða þeir að eiga það með réttu. 

Þegar einstaklingur fellir palladóma um alþingismenn og telur álíka vit í hausum þeirra og þorskhausa, þá er sá hinn sami að hreykja sér upp á grundvelli fjarstæðukenndrar yfirlýsingar.

Ummælin voru á mótmælafundi strandveiðisjómanna, en þar lofaði þorskhausa ræðumaðurinn kvótakerfið. Það kerfi veldur því að strandveiðisjómenn þurfa nú að sigla í land og mótmæla. Breyta þarf kvótakerfinu til að strandveiðisjómenn geti haldið áfram veiðum.

Þetta er mergurinn málsins og því erfitt að sjá hvaða vitræna samhengi er í svona málflutningi ræðumannsins og hvað afsakar þessa samlíkingu ræðumannsins. 

Skildu eftir skilaboð