Nigel Farage leiðbeinir mönnum um hvernig krefjast megi svara hjá bönkunum vegna lokunar reikninga

frettinErlent, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Til skamms tíma hafði Farage ekki hugmynd um að með því að leggja fram sérstaka fyrirspurn til bankanna, þá væri þeim skylt að afhenda þau gögn er lágu til grundvallar lokunar reikninga manna. Hann komst einnig að því að til sé 10,000 manna Facebook hópur sem vill gjarnan fá svör við því af hverju reikningum þeirra hjá bankakeðjunni NatWest hafi verið lokað og leiðbeinir nú mönnum um hvernig fylla skuli út umsókn um gögn.

Er Farage fékk gögnin um sig í hendur þá fékk hann það staðfest að bankinn hafði logið því til að reikningi sínum hefði verið lokað vegna skorts á innistæðu, eins og breskir fjölmiðlar höfðu sagt. Í 40 bls. skjali frá bankanum gat að líta að eftir skoðun á ummælum hans á netmiðlum og lestur greina um hann í Guardian þá hefðu menn innan bankans komist að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn útlendingaandúð og rasisti. Í skýrslunni er Brexit nefnt 86 sinnum, Rússland 22 sinnum og Trump 14 sinnum. Stuðningur við Trump, skoðanir á innflytjendamálum, kolefnishlutleysi og kóvid bóluefnunum eru taldar upp sem ástæður fyrir lokun reiknings hans (Brexit er þó trúlega aðalástæðan). Skoðanir hans eru sagðar rekast á við gildi og ESG markmið bankans. Nigel bendir á að almenningur eigi 38.6% hlut í bankanum eftir að honum var bjargað í Hruninu og því sé hann meðal eigenda hans - og honum er hreint ekki skemmt - enda ætti bankastofnun ekki að ljúga til um viðskiptamenn sína.

Eftir að það kom fram í dagsljósið hversu margir höfðu orðið fyrir því að reikningum þeirra hafði verið lokað án skýringa þá fara sögur þeirra að birtast í blöðunum. Hinn 21. júlí var í Daily Mail sagt frá þrem mönnum sem skildu ekki af hverju hefði verið lokað á sig. Tej Bal, eigandi lítils fyrirtækis Birmingham, sem hafði verið viðskiptavinur frá 2007 fór yfir hvað hann hefði skrifað á samfélagsmiðlum og fann aðeins hálfkæringsleg ummæli um kóvidlokanir og að hann hefði deilt póstum um mótmæli bænda á Indlandi. Annar fyrirtækjaeigandi, Mayur Patel hafði kvartað um það í einu útibúi bankans að kóvidráðstafanirnar gengju of langt og það væri ekki forsvaranlegt að menn þyrftu að híma úti í kuldanum á meðan þeir biðu eftir afgreiðslu og innan 72 stunda var reikningi hans lokað. Sá þriðji, bílasalinn Vance Martin frá Cheltenham, hafði reynt ítrekað að fá svör um af hverju reikningum hans hafi verið lokað en segist skilja það nú að það sé vegna ummæla sinna á samskiptamiðlum um ýmislegt er fólki almennt mislíkar.

Laurence Fox minnti Farage á það að hann hefði ekki sagt orð er bankarnir lokuðu á Tommy Robinson og Katie Hopkins fyrir einum tíu árum. Katie þakkar honum í stuttu innslagi. Hún segist enn vera án bankareikninga, án heimilis, án Pay Pal og börn sín beri annað ættarnafn en sitt. Hún segist aðallega hafa verið jaðarsett fyrir að tala um Frakkland, um hversu aðlögun innflytjenda hafi gjörsamlega mislukkast þar og um bruna Notre Dame kirkjunnar. Hún segir að tjáning manna hafi sama sess og áfengi á bannárunum en segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af sér, hvað hún segi skipti ekki í raun máli - valdið sé hjá almenningi.

Skildu eftir skilaboð