Framsæknar borgir: borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lét blekkja sig svo um munar

frettinGeir Ágústsson, Innlent, Stjórnmál2 Comments

Geir Ágústsson skrifar:

Nokkrir borgarfulltrúar Reykjavíkur, þar á meðal Sjálfstæðismenn, fóru nýlega í hópeflisferð til Bandaríkjanna og heimsóttu þar tvær svokallaðar framsæknar borgir, sem einkennast mögulega helst af fjölda atvinnu- og heimilislausra, fíkniefnavanda og öðrum afleiðingum þess að vera framsækinn.

Einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins lét blekkja sig svo um munar, og skrifar um reynslu sína af ferðalaginu sem þú borgaðir þar sem brjálað heimilislaust fólk blasti við á hverju götuhorni:

Aðspurð um ástæðurnar nefndu öll fentanýlfaraldurinn í Bandaríkjunum og að Portland væri ákjósanlega staðsett á helstu verslunarleið mexíkóskra glæpasamtaka í gegnum Bandaríkin. ... Borgarfulltrúanum og borgarstjóra Portland þótti dapurlegt að viðurkenna að fólk saknaði heróíntímans, því það sljóvgaði fólk og skemmdi hægar en fentanýlið, sem gerir fólk árásargjarnara og illilega geðveikt.

Einmitt það já?

Nú hefur Portland lengi verið á vegferð sem endar í hruni hagkerfis, flótta fyrirtækja og afleiðingum þess að venjulegt fólk geti ekki fundið sér vinnu.

Fíkniefnavandinn er afleiðing slíks ástands, ekki upphaf.

Sú vegferð heitir á tungutaki vinstrimanna að vera framsækinn.

Í þessu felst vel á minnst að bjóða atvinnulausum upp á allskyns gegn engu og skipta sér af launastefnu fyrirtækja. Portland er búin að vera á langri vegferð að núverandi ástandi, og öllu er svo klínt á eiturlyf.

Gaslýsing, ef eitthvað er það.

Þessi skemmtiferð mun engu skila nema reikningum sem enda á skattgreiðendum. Hún kenndi engum neitt og það sem verra er: Lét jafnvel niðurrif líta út eins og uppbyggingu.

Vonandi gleymist þessi ferð sem fyrst, og allt sem hún skildi eftir í haus borgarfulltrúa.

Skammarverðlaunin fá svo borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem tóku þátt í ruglinu. Trúverðugleiki þeirra sem málsvarar bætts reksturs Reykjavíkurborgar er að eilífu horfinn.

2 Comments on “Framsæknar borgir: borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lét blekkja sig svo um munar”

  1. Framsæknar borgir (c40) hafa það að markmiði sínu að takmarka bílaumferð, 15 mínútna borgir, sekt ef þú ferð à milli borgarhluta oftar en 100 sinnum à àri. Banna mjólkur og kjötneyslu fyrir àrið 2030. Verði ykkur að góðu.

  2. Svokallaðar framsæknar borgir, hvað hafa þær fram að færa annað en hörmungar fyrir almenning? Og á næstu árum mun ástandið bara versna. Hvað þarf mikið til að fólk vakni? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í dag? Virðist vera lítið annað en mislukkaður WOKE-flokkur og fylgið hrapar af honum.

Skildu eftir skilaboð