Er hluti leikskólakennara óhæfir?

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Innlent, Skólamál1 Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Hópurinn Barátta XX-kvenna fyrir öryggi skrifaði færslu á síðuna sína sem vakti áhuga minn. Þar er verið að benda á hve snemma krókurinn beygist í trans-fræðunum. Alltof snemmt því við erum að tala um börn 1-5 ára. Börn sem fullorðnum á sumum leikskólum liggur á að kyngera. Sumt af því sem kemur fram þarna er fínt s.s. nafnaval. Venjulega mæta börn með eigið nafni sem á að nota. Þegar leikskólastarfsmenn ætla sér að stjórna því hvernig foreldrar leikskólabarna bjóða í afmæli en mælirinn fullur. Má ekki segja strákur eða stelpa.

Þegar leiðbeiningar af þessu tagi eru skoðaðar er innræting það fyrsta sem kemur upp í huga manns. Innræting á litlum börnum sem eiga að hafa frið frá fullorðnu fólki og hugmyndafræði þeirra, fá frið til að vera barn.

Óhæfir leikskólakennarar

Sjálfsagt að kenna börnum um líkamann, heitin og hvernig líkaminn virkar. Ég leyfi mér að kalla þá leikskólakennara og starfsmenn leikskóla sem stunda þessa iðju sem að neðan kemur óhæfa í leikskóla. Leikskólastjórar sem aðhyllast trans-fræðin og þvinga þeim á börn og foreldra ættu að hugsa sinn gang.

Starfsmenn Jafnréttisskólans eru ekki vel að sér í líffræðinni og boða vanþekkingu sína í leikskólann ,,Lestu/notaðu bækur sem sýna fjölbreytileika kyns.“ Það eru bara tvö kyn, það vita allir. Strákur eða stelpa. Annað gerist í kollinum á fólki.

Færsla hópsins, aðeins lagfærð:

Gátlisti fyrir leikskóla til að verða trans-vænir (frá Reykjavíkurborg). Dæmi hver fyrir sig. Eins og við höfum komið inn á er byrjað strax í leikskóla að kenna börnum að þau geti breytt um kyn (þó það sé ekki hægt). Byrja verður innrætingu snemma svo þessi hugmyndafræði geti bent á og sagt að börn fæðist trans. Reynt að stýra stelpum frá því að leika sér bara við stelpur, af hverju? Jú af því að það hentar ekki transhugmyndafræðinni. Kennurum bent á að breyta um kyn í bókum sem þau lesa fyrir börnin til að sýna að það sé hægt, lagt til að fræða börnin reglulega um trans.

Skólinn:

 • Regluleg fræðsla fyrir starfsfólk um trans börn og annað hinsegin fólk, á minnst 3ja ára fresti.
 • Regluleg fræðsla fyrir nemendur um trans börn og annað hinsegin fólk eftir þörfum.
 • Útbúðu eyðublöð og aðrar skráningar sem skólinn útbýr sjálfur þannig að forsjáraðilar og/eða börn geti valið kyn og fornafn við hæfi.
 • Tryggðu aðgang að kynhlutlausum salernum.
 • Nefndu þá hópa eða breytur sem þarf sérstaklega að huga að í eineltisstefnu skólans, t.d. hinsegin, trans börn.
 • Ef forsjáraðilar bjóða leikskólabörnum í afmæli skal ræða við þá um leiðir til þess að bjóða í afmæli án þess að styðjast við kynjaskiptingu, t.d. með afmælishópum.

Trans barnið:

 • Gott er að fara í gegnum stuðningsáætlun fyrir trans nemendur með forsjáraðilum og aðilum leikskólans.
 • Mikilvægt er að styðja við kyntjáningu barna og veita þeim frelsi til þess að tjá kynvitund sína.
 • Mikilvægt er að virða nafnaval nemenda og kynna það fyrir öðrum nemendum og starfsfólki skólans.
 • Mikilvægt er að temja sér notkun á þeim fornöfnum sem svara kynvitund nemenda (hann, hún, hán, o.s.fr.).
 • Mikilvægt er að vera vakandi fyrir því að trans börn eru viðkvæmur hópur í samfélaginu og eiga meiri hættu á því að verða fyrir ofbeldi vegna kynvitundar og kyntjáningar sinnar en önnur börn, bæði á heimilum sínum og annars staðar. Ef grunur vaknar um að barnið sé að verða fyrir ofbeldi (t.d. tilfinningalegt, líkamlegt, vanræksla) skal skólinn tilkynna til Barnaverndar.
 • Þegar trans barn skiptir um skóla er gott er að eiga upplýsingafund með því starfsfólki sem kemur til með að vinna með því. Þannig má tryggja að nýr skóli sé upplýstur og komi til móts við þarfir barnsins.

Kennslustofan:

 • Kynntu þér hvað tvíhyggjukynjakerfið er og áhrif þess á trans nemendur jafnt sem sís nemendur.
 • Forðastu að kynja hópinn: Talaðu frekar um nemendur, börn eða krakka en um stelpur og stráka.
 • Forðastu að skipta hópnum eftir kyni. Notaðu frekar t.d. borðaskipan, stafrófið, uppáhalds mat,sokkalit o.s.fr.
 • Ef leikskólinn kemur að skipulagningu afmæla er gott að forðast kynjaskiptingu í þeim og frekar stofna afmælishópa út frá öðru en kyni (t.d. hópum inni á deild, stafrófi, afmælisdögum/aldri).
 • Gott er að hvetja nemendur til þess að tengjast í gegnum aðra þætti en kyn, t.d. eftir áhugamálum.
 • Forðastu að gera ráð fyrir ákveðinni hegðun frá nemendum sem byggjast á kyni þeirra, t.d. að stelpurnar vilji dansa eða að strákarnir séu harkalegir.
 • Vertu tilbúin/n/ð að taka á stöðluðum hugmyndum um kyn þegar þær birtast hjá nemendum (ogöðrum), t.d. ‚þetta er svo stelpulegt‘, ‚af hverju er hún með stutt hár?‘.
 • Settu stefnu um núllþol gagnvart neikvæðri og niðurlægjandi notkun á hugtökum sem tengjast trans (og öðru hinsegin) fólki, bæði hjá nemendum og starfsfólki.
 • Ræddu sérstaklega um fjölbreytileika við nemendur og útbúðu jafnvel plagg sem tekur á stríðni og einelti og hafðu það sýnilegt á deildinni. T.d. Við uppnefnum ekki, Lestu/notaðu bækur sem sýna fjölbreytileika kyns. Jafnvel er hægt að breyta kyni sögupersóna og þannig stokka upp kynhlutverkum.

Verkefni:

 • Útbúðu verkefni eða skilaboð fyrir nemendahópinn sem undirstrika fjölbreytileika, t.d. „Öll börn geta… (dansað, eldað, verið með sítt hár, farið í fótbolta, verið í dúkkó…)“, „Sum börn eiga tvær mömmur, sum eiga einn pabba, sum borða ekki kjöt“ o.s.fr.
 • Bjóddu nemendum upp á fjölbreyttar fyrirmyndir sem brjóta upp staðlaðar hugmyndir um kynin, afrek þeirra, útlit, hegðun og tilfinningar.
 • Hugaðu að fjölbreytileika og því að fara út fyrir kynjanorm þegar þú notar/sýnir myndir af fólki og vertu sjálf/ur/t fyrirmynd og farðu út fyrir kynjanormin þegar þú getur.

Höfundur er kennari.

One Comment on “Er hluti leikskólakennara óhæfir?”

 1. Þessi trans-klikkun er óhugnanleg þróun, og telst aðeins eðlileg í verulega sjúkum heimi. Og það á að innræta börn í leikskólum!

Skildu eftir skilaboð