Maður veitist að börnum í Breiðholti: „hann rífur upp typpið og otar því að henni“

frettinInnlentLeave a Comment

Í facebook hópnum Íbúasamtökin betra Breiðholt, setti móðir inn færslu, þar sem hún varar foreldra við manni sem veitist að börnum og kynferðislega áreitir þau víðvegar um hverfið.

Konan segir frá því að dóttir hennar hafi verið að ganga inní Mini market Iðufelli, þar hafi maður staðið fyrir utan búðina með hendur inn fyrir buxnastrenginn. Þegar stúlkan gengur út, spyr maðurinn á ensku hvað klukkan sé? „Hún svarar og hann rífur þá upp typpið og otar því að henni,“ skrifar móðirin.

Barnið varð eðlilega skelfingu lostið og fyrstu viðbrögð voru að öskra og hlaupa í burtu. Stúlkan hleypur í átt að heimili sínu, en maðurinn eltir barnið,  stúlkan öskraði svo enn hærra, sem verður til þess að annar maður birtist.  Maðurinn gekk þá burtu í átt að Asparfelli. Stúlkan náði af honum video og hringdi á lögreglu. Móðirin segir frá því að þessi sami maður hafi verið að hanga við Mini market og áreitt fleiri börn í einhvern tíma.

Samkvæmt sjónarvottum er maðurinn fremur dökkur á hörund með dökkt hár, stutt skegg og talar enga íslensku og lélega ensku, líklegast á fertugsaldri.

„Hann var í mjög áberandi jakka svo mögulega er hann oft í honum, því fleiri vissu hver hann væri. Nú er þarna leikskóli og grunnskóli og hann virðist áreita ung stúlkubörn. Endilega ræðið við börnin ykkar og tilkynna lögreglu ef þið vitið hver hann er,“ skrifar móðirin.

Færsluna í heild má sjá hér neðar:

Maðurinn sést hér aftanfrá.

Skildu eftir skilaboð