„Brjálaður“ pabbi sem upplifði sig sem hryggleysingja á fundi Samtakanna´78

frettinInnlentLeave a Comment

Víðir Orri Hauksson, faðir barns í grunnskóla á Akureyri, upplifði sig sem hryggleysingja í vikunni.  Víðir greinir frá því að hann hafi farið á fund Samtakanna ´78 og Akureyrarbæjar um komandi hinseginfræðslu í grunnskólum Akureyrarbæjar.

Víðir segir fundinn hafa verið fræðandi. En ekki á þann hátt sem hann hafði vonað. “Það var fræðandi að sjá að áróðursherferð ykkar um hatur og bakslag virkaði á mig. Ég þorði ekki að segja mína skoðun.“

„Fundurinn byrjaði á smá kynningu á „námsefninu" og fyrirkomulaginu. Þar var lesin upp kennsluáætlunin sem er aðgengileg á netinu. Þú vandaðir þig að tala ekkert um "úthlutað kyn við fæðingu" "sís" "börn með typpi" og allt það orðalag og hugmyndafræði sem hefur angrað fólk. Eftir að hafa dásamað starfið þitt og eigin gæði komu nokkrir fulltrúar bæjarins upp í pontu og gerðu slíkt hið sama.“

Allt væri svo glimmerandi dásamlegt en: 

  • Ekkert var rætt um þá staðreynd að kynin eru bara tvö, þótt þið kennið annað. Vísindalega sannað og vitað.
  • Ekkert rætt um að þið kennið að þeir sem "trúa" að kynin séu bara tvö, séu fulltrúar feðraveldissins og kvennhatarar.
  • Að kynjatvíhyggjan (sem er nýyrðið yfir það) sé "tengd hvíta kynstofninum og nýlendustefnunni".
  • Ekkert um að þið kennið að börnum sé "úthlutað kyni" við fæðingu.
  • Ekkert um að þið haldið því fram að Bdsm sé kynhneigð.
  • Ekkert um það að krakkar með kynama jafna sig á honum í 75 til 90% tilvika fái þau frið til að ganga í gegnum kynþroska. Og séu oftast bara samkynhneigð.

Pistillinn í heild sinni:

Kæra Tótla, fræðslustjóri Samtakana 78.
 
Í gær fór ég á fund þinn og Akureyrarbæjar um komandi hinseginfræðslu ykkar í skólum Akureyrar. Það var fræðandi. En ekki á þann hátt sem ég hafði vonað. Það var fræðandi að sjá að áróðursherferð ykkar um hatur og bakslag virkaði á mig. Ég þorði ekki að segja mína skoðun.
Margir mættu á fundinn. Mun fleiri en áður og miðað við hausahristing fólks voru færri en þú vildir meina, komin þangað til að dásama ykkur.

Fundurinn byrjaði á smá kynningu á "námsefninu" og fyrirkomulaginu. Þar var lesin upp kennsluáætlunin sem er aðgengileg á netinu. Þú vandaðir þig að tala ekkert um "úthlutað kyn við fæðingu" "sís" "börn með typpi" og allt það orðalag og hugmyndafræði sem hefur angrað fólk. Eftir að hafa dásamað starfið þitt og eigin gæði komu nokkrir fulltrúar bæjarins upp í pontu og gerðu slíkt hið sama. Allt væri svo glimmerandi dásamlegt.
 
Þá var komið að spurningakafla kvöldsins. Þar var að sjálfsögðu byrjað á spurningum og yfirlýsingum sem snérust að öllu leiti um að dásama ykkur og ykkar starf. Svona til að setja tóninn. Í hinsegin fræðslunni ykkar fá krakkarnir að spyrja ykkur spurninga með því að skrifa þær á blað og svo lesið upp. Svo börnin geti spurt um hvað sem þau vilja. Í fullum trúnaði. Í gær voru engir miðar. Ekkert til að auðvelda fólki að spyrja. Ekki einu sinni mikrafónn svo fólk hefði þurft að kalla fram úr sal spurningar sem þið voruð pottþétt klár í startholunum að kalla hatur ef þær hentuðu ekki ykkar málstað. Það virkaði. Á mig sem aðra. Við þorðum ekki að spyrja. Margir pirraðir á svip.
 
Tilefnislausar ásakanir ykkar undanfarið um trans hatur og áróður um að spurningar og skoðanir séu hatur, virkuðu. Á leiðinni heim fékk ég velgju í magan. Ég hafði leyft ykkur að kúga mig til hlýðni. Að þvinga mig til að þegja.
 
Ekkert var rætt um þá staðreynd að kynin eru bara tvö, þótt þið kennið annað. Vísindalega sannað og vitað. Ekkert rætt um að þið kennið að þeir sem "trúa" að kynin séu bara tvö, séu fulltrúar feðraveldissins og kvennhatarar. Að kynjatvíhyggjan (sem er nýyrðið yfir það) sé "tengd hvíta kynstofninum og nýlendustefnunni". Ekkert um að þið kennið að börnum sé "úthlutað kyni" við fæðingu. Ekkert um að þið haldið því fram að Bdsm sé kynhneigð. Ekkert um það að krakkar með kynama jafna sig á honum í 75 til 90% tilvika fái þau frið til að ganga í gegnum kynþroska. Og séu oftast bara samkynhneigð.
 
Að 65% barna með kynama séu með aðrar taugaraskanir. Þunglyndi, kvíða, einhverfu adhd, sjálfsskaðahegðun og fl. Ekkert rætt um að kannski þurfa þau ekki áróður frá öfgafullum kynjafræðingum og samstundis staðfestingu á hugsanlegum kynama heldur bara aðstoð sérfræðinga. Alvöru sérfræðinga. Ekkert rætt um að í nútíma samfélagi eru heilu vinahóparnir trans. Ekkert rætt að heilu bekkirnir sé hinsegin og að það getur hugsanlega ef til vill kannski bara verið tískubylgja. Kannski vegna þess að þá fá sum þeirra fyrstu upplifun sína af athygli, viðurkenningu og vernd. Ekkert rætt um að börn með kynama séu 13 sinnum líklegri til sjálfsvígshugsana en 10 árum eftir kynskiptiaðgerðir eru fullorðnir trans 19 sinnum líklegri til sjálfsvígshugsana. Ekkert rætt um að Bretland og allar hinar Norðurlandaþjóðirnar eru að hætta "gender affirming care" af því það virðist vera að gera meiri skaða en hitt. Ekkert rætt um að hormónameðferðir og blokkerar valdi varanlegum skaða og líkamstjóni þótt þið talið um það eins og að fá sér smartís. Ekkert rætt um að það að staðfest kynama ungra barna, sem í sumum tilvikum trúa enn á jólasveininn, geti hugsanlega ekki verið það sem þau þurfa. Og margt fleira sem liggur á foreldrum.
 
Kæru samtök kynlífs og kynferðis öfgatrúar. Þið unnuð þessa lotu með hvítþvætti og áróðursherferð ykkar. En við munum ekki gefast upp. Í gær þurfti ég á kúlunum mínum að halda til að þora að segja mínar skoðanir en þær voru hreinlega ekki til staðar. En þær skiluðu sér niður aftur þegar ég var kominn heim.
 
Kæru foreldrar. Ég hef sent skólanum okkar þá algjöru kröfu að mín börn mín taki ekki þátt í þessari "fræðslu". Ég mæli með að þið gerið slíkt hið sama. Fjöldinn er með okkur í liði. Samkvæmt mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna ber þeim skylda til að gera það af virðingu við okkar lífssýn.


Kv. Brjálaður pabbi sem upplifði sig sem hryggleysingja í gær.

Skildu eftir skilaboð