Kannanir sýna meginstraumsmiðlana á fallandi fæti

frettinArnar Þór Jónsson, Fjölmiðlar1 Comment

Arnar Þór Jónsson lögmaður greinir frá því á moggablogginu að traust almennings til meginstraumsmiðla á Vesturlöndum, hefur verið í frjálsu falli síðustu ár.

„Þetta kemur m.a. fram í könnunum þar sem spurt er hvort fólk telji fréttamiðla vera óháða gagnvart þrýstingi frá stjórnmálum og ríkisvaldi. Í Bretlandi og Bandaríkjunum gætir stöðugt vaxandi vantrausts til stóru fjölmiðlanna. Í leit að skýringum má telja mestar líkur á að þetta megi rekja til þess að almenningur telji stóru fjölmiðlana vera málpípur eigenda sinna og ráðandi afla, enda geti bæði valdhafar og fjölmiðlar haft gagnkvæman hag af því að afvegaleiða umræðu, beita hræðsluáróðri o.fl.

Gallup könnun í Bandaríkjunum

Almenningur á Vesturlöndum leitar í síauknum mæli að upplýsingum frá litlum, óháðum og einkareknum fjölmiðlum

Öfugt við áherslur Ritskoðunarnefndar (afsakið, Fjölmiðlanefndar) sem hvetur fólk til að trúa helst ,,stórum og rótgrónum fjölmiðlum" þá leitar almenningur á Vesturlöndum í síauknum mæli að upplýsingum frá litlum, óháðum og einkareknum fjölmiðlum, sem blessunarlega hafa sprottið upp víða um heim sem andóf gegn þeirri einsleitni, ritskoðun, miðstýringu og skoðanamótun sem vestræn stjórnvöld í samstarfi við „stóra og rótgróna fjölmiðla“ færa nú grímulaust fram undir flaggi falsfrétta, upplýsingaóreiðu o.fl.

Þótt öllum sé vissulega frjálst að leggja fullkomið traust á einsýna og pólitíska fréttastofu RÚV og neita að hlusta á aðrar útvarpsstöðvar, þá tilheyrir slíkt hugarfar liðinni tíð, enda er það engin dyggð að hafa lokaðan huga,“ skrifar Arnar.

Fyrir þá sem vilja fá að heyra aðra hlið en þá sem glymur í RÚV og öðrum „stórum og rótgrónum fjölmiðlum“ þá leyfi ég mér auðmjúklegast að hvetja lesendur til að hlusta á þetta samtal hér og beita svo eigin dómgreind til að kynna sér þær reglur sem hér um ræðir ... og kalla eftir því að kjörnir fulltrúar okkar geri slíkt hið sama, segir lögmaðurinn að lokum.

Arnar Þór var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu í vikunni, og hægt að hlusta á allan þáttin hér:

One Comment on “Kannanir sýna meginstraumsmiðlana á fallandi fæti”

  1. Hmm, hvers vegna gæti það hugsanlega verið…? „In March 2022, Morgunblaðið published an article by the undersigned, The Ethical Trans Riddle (Siðræna transgátan), which criticized law no. 80/2019 on „Gender autonomy“…A few days [later] the Icelandic State Broadcasting Corporation’s (RÚV) morning news program broadcast an interview with a representative of Trans Iceland. RÚV’s program description: “Trans Iceland criticized… the media for repeatedly publishing articles that belittle minority groups under the pretext that the writers are voicing their opinions. We spoke with… [representatives] of the organization, but the courts have not yet put legislation regarding publication of such articles to the test.” RÚV’s program description does not indicate that it occurred to the producers to talk to those who are accused of the despicable act of “belittling minorities.”

Skildu eftir skilaboð