Gamli maðurinn í Lissabon – um grimmd, græðgi og stríð

frettinArnar Sverrisson, ErlentLeave a Comment

Arnar Sverrisson skrifar:

Þann 5. október 2023 birtist í steigan.no umhugsunarverð grein eftir George Chabert, prófessor við Tækni- og náttúruvísindaháskólann (NTNU) í Þrándheimi. Titill greinarinnar er: „Þegar allt hrynur“ (Når alt raser sammen).

Ég rek hér meginefni hennar.

Á sextándu öldinni stóð gamall maður á strönd í Lissabon. Hann virti fyrir sér seglskipin á leið út í heim.

Portúgalska skáldið, Luis Vaz de Camöes (1524/25-1580) segir svo frá:

Þrisvar hnyklaði gamli maðurinn brúnirnar og tautaði: Ojá, þráin eftir að skipa fyrir! Ójá, hémgómleg græðgi! Þú sem eyðir, þú sem stelur af hinum lægra settu, af konungdæmum, rænir fjársjóðum og ríkidæmi. Þú munt verða hylltur fyrir göfgi, þú verður hylltur sem leiðtogi, jafnvel þótt þú sért viðurstyggilegur maður. Hvaða hamfarir bíða þessa fólks og ríkja undir þinni stjórn?

Um miðja tuttugustu öldina höfðu Evrópumenn útrýmt fjölda þjóða og þjóðflokka víðs vegar um veröldina. Í Brasilíu einni var hundrað ættflokkum gersamlega útrýmt á árabilinu 1900 til 1950.

Árið 1876 lést síðasta konan í Tasmaníu (í Ástralíu)

Líkami hennar var til sýnis á safni. Á árunum 1865 til 1872 voru leyfðar frjálsar veiðar í frumbyggjum í námunda við San Francisco sem væru þeir kanínur. Tveim fjölskyldum tókst að leynast í fjóra áratugi. En 1911 tókst að hafa hendur í hári síðasta frumbyggjans. Hann var á sextugsaldri, nakinn og skinhoraður. Fimm árum síðar geispaði hann golunni; dyravöður á hóteli.

Stríðum vestrænna ríkja átti eftir að fjölga og grimmdin að aukast. Í Víetnam nauðguðu hermenn konum og káluðu, þegar gamninu var lokið. Þeir voru kallaðir „tvöfaldir uppgjafarhermenn,“ þegar herþjónustu lauk.

Þar var konum misþyrmt, að margvíslegu leyti. Skeið þeirra var rist með eggvopnum eða byssustingjum. Eitt fórnarlambanna hlaut dauðdaga, þegar byssuhlaupi var stungið inn í leggöng þess og síðan hleypt af.

Napalmsprengjunum rigndi niður

Þær brenndu! Varir og nef brunnu á litlum sveinstaula. Hann lifði, enda þótt höfuðleðrið hefði nær alveg brunnið. Nguyen Van Tuan lifði af. „Skólasystkin mín brunnu upp að hálsi. Þau dóu öll.

Stórleikarinn, Sean Penn, hrósar bandaríska hernum: „Á jörðinni allri gefur hvergi að líta öflugri mannúðarher en þann bandaríska.

Gamli maðurinn í Lissabon varaði okkur við; takmarkalaus græðgi er greidd dýru verði. Vesturlandabúar hafa greitt fyrir með sálu sinni. Gildi þeirra eru orðin hjóm eitt, beitt til að réttlæta villidýrsleg stjórnmál, sem hvarvetna leiða til óþolandi óréttlætis. Stjórnviska hefur umhverfst í hótanir, viðskiptaþvinganir og vopnavald.

Við höfum orðið vitni að þessu áður. Fyrir rúm tveim öldum síðan reyndi franska keisaradæmið, í nafni lýðveldis og frelsis, að setja hafnbann á Englendinga. Í því skyni gerði franski herinn innrás á Íberíuskaga og í Rússland. Það var of stór biti. Rússar rústuðu franska hernum í Mosku 1812 og Paris 1814. Í Waterloo tók franska keisaradæmið síðustu dauðateygjurnar.

Viðskiptabann vestrænna ríkja á Rússland hefur misheppnast

Fjárhagur Rússa hefur batnað og hernaðarstyrkur aukist, meðan margir í Bandaríkjunum og Evrópu lepja dauðann úr skel. Þýskaland er í þann mund að glutra niður iðnaði sínum og komið er tómahljóð í vopnageymslurnar.

Í örvinglun sinni til að spyrna gegn fallinu gera Bandaríkin og Evrópusambandið allt, sem í þeirra valdi stendur, til að draga tortímingu Úkraínu á langinn. Það er meira að segja hótað nýju stríði. Nú skal velgja Kínverjum undir uggunum.

Óhugnanleg sóun á mannslífum í Úkraínu, þ.e. um 600.000 – að langmestu leyti Úkraínumenn – virðist skipta jafn litlu máli og fjöldamorðin á Víetnömum og öllum hinum.

Þingmaðurinn, Richard Blumenthal, tjáir sig svo: „Bandaríkjamenn ættu að gleðjast yfir því, að fjárfestingarnar í Úkraínu skuli skila arði. Við höfum stuðlað að því að endurreisa trú og traust á bandarískum stjórnvöldum – bæði siðferðilega og hernaðarlega. Og allt hefur þetta áunnist, án þess að einn einasti hermaður hafi slasast eða týnt lífi.“ [Það er að vísu lygi.]

Vesturlönd eru komin að leiðarlokum. Það fellir engin tár yfir því. Waterloo vestrænna ríkja mun koma, líklega við sund Taiwan, nema það brjótist út óhamið stríð milli Nató og Rússlands á evrópskri grundu.

Það átti upphaf á ströndinni við Lissabon fyrir fimm öldum síðan.

Heimildir:

Luis de Camões, Os Lusíadas, 1572

List of massacres of Indigenous Australians

Claude Lévy-Strauss, «Le métier d’éthnologue», 1961 https://www.radiofrance.fr/franceculture/grille-programmes?date=17-09-2023

Nick Turse, Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam, 2013

https://steigan.no/2023/10/nar-alt-raser-sammen/?utm_source=substack&utm_medium=email

[cs_element_section _id=“1″ ][cs_element_layout_row _id=“2″ ][cs_element_layout_column _id=“3″ ][cs_element_text _id=“4″ ]Arnar Sverrisson skrifar:
Þann 5. október 2023 birtist í steigan.no umhugsunarverð grein eftir George Chabert, prófessor við Tækni- og náttúruvísindaháskólann (NTNU) í Þrándheimi. Titill greinarinnar er: „Þegar allt hrynur“ (Når alt raser sammen).
Ég rek hér meginefni hennar.
Á sextándu öldinni stóð gamall maður á strönd í Lissabon. Hann virti fyrir sér seglskipin á leið út í heim.
Portúgalska skáldið, Luis Vaz de Camöes (1524/25-1580) segir svo frá:
Þrisvar hnyklaði gamli maðurinn brúnirnar og tautaði: Ojá, þráin eftir að skipa fyrir! Ójá, hémgómleg græðgi! Þú sem eyðir, þú sem stelur af hinum lægra settu, af konungdæmum, rænir fjársjóðum og ríkidæmi. Þú munt verða hylltur fyrir göfgi, þú verður hylltur sem leiðtogi, jafnvel þótt þú sért viðurstyggilegur maður. Hvaða hamfarir bíða þessa fólks og ríkja undir þinni stjórn?
Um miðja tuttugustu öldina höfðu Evrópumenn útrýmt fjölda þjóða og þjóðflokka víðs vegar um veröldina. Í Brasilíu einni var hundrað ættflokkum gersamlega útrýmt á árabilinu 1900 til 1950.

Árið 1876 lést síðasta konan í Tasmaníu (í Ástralíu)
Líkami hennar var til sýnis á safni. Á árunum 1865 til 1872 voru leyfðar frjálsar veiðar í frumbyggjum í námunda við San Francisco sem væru þeir kanínur. Tveim fjölskyldum tókst að leynast í fjóra áratugi. En 1911 tókst að hafa hendur í hári síðasta frumbyggjans. Hann var á sextugsaldri, nakinn og skinhoraður. Fimm árum síðar geispaði hann golunni; dyravöður á hóteli.
Stríðum vestrænna ríkja átti eftir að fjölga og grimmdin að aukast. Í Víetnam nauðguðu hermenn konum og káluðu, þegar gamninu var lokið. Þeir voru kallaðir „tvöfaldir uppgjafarhermenn,“ þegar herþjónustu lauk.
Þar var konum misþyrmt, að margvíslegu leyti. Skeið þeirra var rist með eggvopnum eða byssustingjum. Eitt fórnarlambanna hlaut dauðdaga, þegar byssuhlaupi var stungið inn í leggöng þess og síðan hleypt af.

Napalmsprengjunum rigndi niður
Þær brenndu! Varir og nef brunnu á litlum sveinstaula. Hann lifði, enda þótt höfuðleðrið hefði nær alveg brunnið. Nguyen Van Tuan lifði af. „Skólasystkin mín brunnu upp að hálsi. Þau dóu öll.
Stórleikarinn, Sean Penn, hrósar bandaríska hernum: „Á jörðinni allri gefur hvergi að líta öflugri mannúðarher en þann bandaríska.
Gamli maðurinn í Lissabon varaði okkur við; takmarkalaus græðgi er greidd dýru verði. Vesturlandabúar hafa greitt fyrir með sálu sinni. Gildi þeirra eru orðin hjóm eitt, beitt til að réttlæta villidýrsleg stjórnmál, sem hvarvetna leiða til óþolandi óréttlætis. Stjórnviska hefur umhverfst í hótanir, viðskiptaþvinganir og vopnavald.
Við höfum orðið vitni að þessu áður. Fyrir rúm tveim öldum síðan reyndi franska keisaradæmið, í nafni lýðveldis og frelsis, að setja hafnbann á Englendinga. Í því skyni gerði franski herinn innrás á Íberíuskaga og í Rússland. Það var of stór biti. Rússar rústuðu franska hernum í Mosku 1812 og Paris 1814. Í Waterloo tók franska keisaradæmið síðustu dauðateygjurnar.

Viðskiptabann vestrænna ríkja á Rússland hefur misheppnast
Fjárhagur Rússa hefur batnað og hernaðarstyrkur aukist, meðan margir í Bandaríkjunum og Evrópu lepja dauðann úr skel. Þýskaland er í þann mund að glutra niður iðnaði sínum og komið er tómahljóð í vopnageymslurnar.
Í örvinglun sinni til að spyrna gegn fallinu gera Bandaríkin og Evrópusambandið allt, sem í þeirra valdi stendur, til að draga tortímingu Úkraínu á langinn. Það er meira að segja hótað nýju stríði. Nú skal velgja Kínverjum undir uggunum.
Óhugnanleg sóun á mannslífum í Úkraínu, þ.e. um 600.000 – að langmestu leyti Úkraínumenn – virðist skipta jafn litlu máli og fjöldamorðin á Víetnömum og öllum hinum.
Þingmaðurinn, Richard Blumenthal, tjáir sig svo: „Bandaríkjamenn ættu að gleðjast yfir því, að fjárfestingarnar í Úkraínu skuli skila arði. Við höfum stuðlað að því að endurreisa trú og traust á bandarískum stjórnvöldum – bæði siðferðilega og hernaðarlega. Og allt hefur þetta áunnist, án þess að einn einasti hermaður hafi slasast eða týnt lífi.“ [Það er að vísu lygi.] Vesturlönd eru komin að leiðarlokum. Það fellir engin tár yfir því. Waterloo vestrænna ríkja mun koma, líklega við sund Taiwan, nema það brjótist út óhamið stríð milli Nató og Rússlands á evrópskri grundu.
Það átti upphaf á ströndinni við Lissabon fyrir fimm öldum síðan.
Heimildir:
Luis de Camões, Os Lusíadas, 1572
List of massacres of Indigenous Australians
Claude Lévy-Strauss, «Le métier d’éthnologue», 1961 https://www.radiofrance.fr/franceculture/grille-programmes?date=17-09-2023
Nick Turse, Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam, 2013

Skildu eftir skilaboð