Bíó fyrir blinda og sjónskerta í Bíó Paradís á morgun

frettinInnlentLeave a Comment

Fréttatilkynning frá Bíó Paradís:

Sunnudagurinn 15. október er alþjóðlegur dagur hvíta stafsins, og af því tilefni efnir Blindrafélagið til bíósýninga í samstarfi við Bíó Paradís sunnudaginn 15. október. Myndirnar sem sýndar verða eru Apastjarnan klukkan 15:00 og Svar við bréfi Helgu klukkan 17:00.

Það sem er sérstakt við þessar sýningar er að þær munu vera sýndar með sjónlýsingu. Sjónlýsing er leið til að lýsa með orðum því sem fyrir augu ber fyrir þá sem eru blindir eða sjónskertir.

Apastjarnan verður sýnd kl 15 og hún verður sýnd með sjónlýsingunum í hljóðrás myndarinnar, svo þú þarft ekki heyrnartól. Þú getur bara heyrt sjónlýsingarnar í hljóðinu á myndinni.

En Svar við bréfi Helgu verður sýnd kl. 17 með sjónlýsingum í sérstöku appi sem fólk getur halað niður í snjallsímann sinn og hlustað svo á úr símanum, það "syncar" sjálfkrafa við myndina.

Hér eru leiðbeiningar fyrir appið:

Appið er táknað með lógó sem er blátt með stóru M og R og heitir MovieReading.

  1. Við byrjum á því að hala niður appinu Movie Reading, það er bæði til á google play store fyrir android síma og á apple app store fyrir iphone síma.
  2. Þegar þú ert búinn að hala niður appinu, lendir þú strax á stillingarsíðu þar sem þú getur valið land. Þegar Ísland er valið, þá kemur strax í ljós að það er aðeins ein mynd í boði, það er Svar við bréfi Helgu. Þá velur þú þá mynd.
  3. Þá er okkur boðið að hala niður skránni. Það tekur örfáar sekúndur og er auðvelt.
  4. Þá erum við beðin um að setja lýsinguna á símanum á lágt, taka skjálæsinguna af, og setja símann á airplane mode. Þá erum við tilbúin að hlusta þegar myndin hefst með því að ýta á OK á skjánum. En gleymum ekki heyrnartólunum til að geta hlustað á þetta í símanum!
Það væri best að tala við Rósu Maríu Hjörvar, varaformann Blindrafélagsins, í síma 898 7228 og kannski fá að sjá og heyra hvernig sjónlýsingar virka og sjá hvernig þetta er í action.

Bestu kveðjur / Best Regards,

_____________________________________

Hrönn Sveinsdóttir

Framkvæmdastjóri / Managing Director

Phone: +354 412 7712

Mobile Phone: + 354 698 5186

www.bioparadis.is

Skildu eftir skilaboð