Sigmundur Davíð, Kristrún og baráttan um Sjálfstæðisflokkinn

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Bjarni Benediktsson er á leið úr pólitík, stólaskiptin við Þórdísi Reykfjörð staðfesta það. Ráðgert er að konan sem lýsti stríði á hendur Rússlandi verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Þórdís Reykfjörð býr ekki að dómgreind til að móðurflokkurinn verði annað en þriðja hjólið undir landsmálavagninum.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar ætlar sér að fylla í valdatómarúmið og bjóða fram undir merkjum Samfylkingarsjálfstæðisflokks, stétt með stétt. Herfræðin er að færa Samfylkingu til hægri, á fylgislendur Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar.

Strætisvagninn með breiðfylkingu sjálfstæðiskrata er löngu farinn. Ríkisrekstur eða einkarekstur eru ekki mál málanna. Yfirstandandi menningarstríð, sem er bæði háð inn á við, með deilum um líffræði eða kynóra, og út á við, þar sem álitamálin eru íslensk menning eða fjölþjóðlegur óskapnaður, er ráðandi slagur. Efnahagsmál eru áfram mikilvæg en menningarstríðið skör hærra í pólitískum slag um forystu í landsmálum.

Ung kona er kallar sig hagfræðing  en veit ekki  muninn á fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti á eigin skattframtali er ekki trúverðug. Þá er formaður Samfylkingar blautur á bakvið eyrum í menningarstríðinu og eftir því illa í stakk búinn að marka flokknum sérstöðu.

Brotthvarf Bjarna býr til sóknarfæri fyrir Sigmund Davíð. Miðflokkurinn getur vaxið nægilega til að toga Sjálfstæðisflokk úr örmum Samfylkingar. Stjórnmálaþroski Sigmundar Davíðs er ljósárum á undan bernskubrekum Kristrúnar.

Hvað með Kötu spöku og Vinstri græna? Í menningarstríðinu er enginn munur á henni og Samtökunum 78. Vúdú-fræðin eru að syngja sitt síðasta. Þau þola ekki umræðu enda byggð á hindurvitnum um sálnaflakk.

Það verða Sigmundur Davíð og Kristrún sem heyja baráttuna um Ísland. Reykfjörð-útgáfa Sjálfstæðisflokksins fylgir sigurvegaranum.

One Comment on “Sigmundur Davíð, Kristrún og baráttan um Sjálfstæðisflokkinn”

  1. Sigmundur átti minn studning thangad til ad hann heimtadi ad utanrikisradherra myndi fordaema drapum Hamas a Israhel .. En nuna er engin ad fordaema drap Israhel a ibúum Gaza.. Skil ekki alveg hvert Sigmundur er ad fara med thessu .. Thad var alveg vid búid ad ríkisstjórn Íslands myndi fordaema Hamas enda gerir hún allt sem USA og NATO segir okkur ad gera.. Var Sigmundur í atkvaeda leit? Veit ekki … Oll dráp á saklausu fólki er óafsakanlegt skiptir mig ekki máli hvort thad er Hamas eda Israel .. Segi eins og Putin.. látid konur og born í fridi .. leyfid monnunum ad berjast.

Skildu eftir skilaboð