Pólverjar sameinaðir gegn opnum landamærum

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Samtímis með kosningunum s.l. sunnudag til pólska þingsins fór einnig fram þjóðaratkvæðagreiðsla um nokkur mikilvæg mál. Eitt af því var, hvort Pólverjar ættu að opna landamærin fyrir fjöldainnflutningi.

Þjóðaratkvæðagreiðslan í Póllandi á sunnudaginn hefur fallið svolítið í skuggann af þingkosningunum. Auk þess að velja foringja til þingsins, þá greiddu Pólverjar atkvæði um fjögur mikilvæg mál.

Spurningar þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Spurt var:

  1. Styður þú sölu ríkiseigna til erlendra aðila, sem mun leiða til þess að pólskar konur og menn glati yfirráðum yfir mikilvægum þáttum hagkerfisins?
  2. Styður þú hækkun eftirlaunaaldurs, – þar með talið að breyta eftirlaunaaldri til baka í 67 ár fyrir konur og karlmenn?
  3. Styður þú, að girðingin á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands verði fjarlægð?
  4. Styður þú innflutning þúsunda ólöglegra innflytjenda frá Mið-Austurlöndum og Afríku samkvæmt hinu þvingaða landflóttakerfi sem evrópska embættismannakerfið hefur komið á?
Þannig svöruðu Pólverjar

Enginn vafi lék á afstöðu Pólverja til málanna að sögn Wiadomosci.

  • Svarið við spurningu 1 var: 97,5% nei við sölu ríkiseigna.
  • Svarið við spurningu 2 var: 96% nei við hækkun lífeyrisaldurs.
  • Svarið við spurningu 3 var: 97,8% nei við að rífa niður girðinguna á landamærum Hvíta-Rússlands.
  • Svarið við spurningu 4 var: 98,6% nei við því að opna landamærin fyrir fjöldainnflutningi.
Dræm þátttaka – einungis 40% í þjóðaratkvæðagreiðslunni

Tölurnar að ofan miðast við fjölda greiddra atkvæða. En mikill munur var á kjörsókn til þingkosninganna með yfir 70% kjörsókn á meðan aðeins 40% greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla teljist bindandi þarf að minnsta kosti helmingur þjóðarinnar, 50%, að hafa kosið, -því verður atkvæðagreiðslan aðeins ráðgefandi.

Skildu eftir skilaboð