Tíu ára börn geta valið á milli fimm „kynjavalkosta”

frettinGústaf Skúlason, Kynjamál2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Í heilsukönnun sem gerð var í Västra Götalandi fyrir tíu ára börn eru fimm valkostir varðandi kyn barnsins. Hefur það vakið mikla gagnrýni foreldra sem telja, að það valdi ruglingi hjá börnunum.

Västra Götaland hefur gert heilsukönnun hjá nemendum fjórða bekkjar, þar sem þeir voru látnir svara því, hvers kyns þeir telji sig vera undir yfirskriftinni „Líkamsskynjun og tilfinningar.“ Í frétt Världen Idag segir, að nemendur gátu valið á milli „stelpa,” „strákur,” „annað,” „veit ekki“ eða „vil ekki svara.”

Verið að rugla börnin kynferðislega

Ein móðir gagnrýndi könnunina harðlega á samfélagsmiðlum. Hún skrifar:

„Það er verið að rugla börnin kynferðislega. Ég var „strákastelpa“ sem barn, hvað ef ég hefði verið spurð þessara spurninga…“

Færsla móðurinnar á Facebook vegna málsins hefur fengið mikla útbreiðslu og hundruð athugasemda og deilna. Annar skrifar í athugasemdum:

„Þetta snýst um áróður og innrætingu sem beint er til óöruggs ungs fólks í leit að sjálfsmynd sinni.“

Almennar reglur um heilsu skólabarna

Spurningalistanum er síðan fylgt eftir af skólahjúkrunarfræðingi sem fer í gegnum svörin ásamt barninu og skráir þau í sjúkraskrá barnsins. Þegar Världen Idag hafði samband við skólayfirvöld og félagsmálastofnun, þá er svarað, að yfirvöld þurfa að fylgja almennum reglum um heilsu skólabarna.

Charlotta Sundin Andersson, sem starfar hjá heilbrigðisráði barna í Vestur-Svíþjóð segir, að upplýsingarnar um spurningarnar hafi verið sendar til foreldra barnanna og þær snúist um að „taka með“ börn með „hugsanlega kynjamismun.“ Hún segir í viðtali við Världen Idag:

„Við höfum heldur ekki fengið neinar vísbendingar um að börn og ungmenni sem telja sig örugg í kynvitund sinni geti skaðast af valmöguleikanum „annað.“ Fyrir börn sem ekki eru annað hvort kynið gefur það til kynna að þau séu til og að þau geti talað um tilfinningar sínar í tengslum við hugsanlegan kynjamismun nemendaheilsunnar / heilbrigðisþjónustunnar.”

2 Comments on “Tíu ára börn geta valið á milli fimm „kynjavalkosta””

  1. Hvernig verður næsta kynslóð þegar þeim er kennt slík þvæla? Sjúk og klikkuð, það er augljóst. Og ekki er núverandi kynslóð til fyrirmyndar: óhamingjusöm, á þunglyndislyfjum, með langa sjúkdómaskrá, og vælandi yfir sínum aðstæðum. Er ekki eitthvað mikið óheilbrigt við okkar þjóðfélag? Það er vart langt í það að hin Vestrænu þjóðfélög sligist undir eigin byrgði og hrynji með látum. En við hverju er að búast í samfélagi sem hefur hafnað góðum og Kristlegum gildum?

  2. Illa mun slík þvæla eldast.

    Mér er sem ég lesi sögubækur framtíðarinnar.

Skildu eftir skilaboð