Valdamiklir aðgerðasinnar krefjast að valið kyn sé líffræðilega kyninu æðra

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Kynjamál1 Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Hvað segir þú við þessari tillögu? Ekki þarf að skrá kyn nýfæddra barna á fæðingarvottorð. Skilaboðin eru skína í gegn: barnið sjálft mun vita best eftir nokkur ár.

Hvað segir þú við að bara foreldrar ákveði kynið á fæðingarvottorði barns ef kynið aðskilur sig frá skráðu kyni, t.d. mamma skráð sem pabbi.

Hvað segir þú um þá staðreynd að einungis kyn foreldra sem þau ákveða sjálf er skráð á fæðingarvottorð barnsins ef það kyn er annað en það líffræðilega - til dæmis þarf móðirin að vera skráð sem faðir ef sjálfákvarðað kyn fæðandi móður er karlkyn.

Hvað segir þú að einhver sem skilgreinir sig sem hitt kynið hefur rétt á að breyta fæðingar- og skírnarvottorði.

Fyrir einhverja þykir það sjálfsagt, en flestum þykir það langsótt og jarðvegur fyrir villtan kynjarugling í lögum, leiðbeiningum og tölfræði.

Krafan kemur frá valdamiklum aðgerðasinnum en kröfulisti hópsins heitir „The yogyakarta principles.“

Hópurinn hefur sterka stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum og helstu mannréttindasamtökum auk þess sem hann nýtur stuðnings LGBT-samtaka á öllum vígstöðvum. Saman hafa talsmennirnir náð árangri í að fá fleiri tillögur þýddar í lög og reglugerðir, sérstaklega í löndum eins og Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Fyrir nokkrum árum þrýsti hópurinn helst á löggjöf um öryggi samkynhneigðra og jöfn lífsskilyrði. Hópurinn lagðist gegn umskurði stúlkna en nú er þrýstingurinn lagður í auknu mæli á Vesturlöndin að útrýma líffræðilegu kyni sem mikilvægu í kynbundnu samhengi, ekki síst kvenna.

Dorte bendir á færslu í greininni og segir „...eins og þú sérð hér að ofan, er orðið „konur“ orðið hugtakið konur í öllum sínum fjölbreytileika. Hugtakið er ekki útskýrt, en getur aðeins endurspeglað þrýsting frá aðgerðarsinna. Samkvæmt hópnum eru karlar sem “skipta um kyn“ konur í öllu samhengi, þar á meðal athvörf fyrir konur sem hafa mátt þola ofbeldi og misþyrmingar.“

Meðal þess sem hópurinn berst fyrir, en finna má langan lista í grein Dorte, er að fólk skal fá að taka þátt í íþróttum þess kyns sem það skilgreinir sig séu ekki rök gegn því (engin skýring á hver slík rök geta verið).

Hópurinn fer fram á að heilbrigðiskerfið og sjúkratryggingar láti fólki í té það sem til þarf til kynskipta, þar með hormóna, krosshormóna, skurðaðgerðir til að fjarlægja brjóst, typpi o.fl. Kerfið á líka að sjá til að gervi kynlíffærum. Fangar eigi rétt á sömu meðferð meðan þeir afplána.

Læt upptalninguna duga, áhugasamir geta seð færslu Lotte Ingerslev þar sem hún segir frá málinu og grein Dorte Toft.

Hér má finna áhugaverða grein sem Dorte vísar til í grein sinni, þessi er á ensku og hér er sú danska.

One Comment on “Valdamiklir aðgerðasinnar krefjast að valið kyn sé líffræðilega kyninu æðra”

  1. Það að einstaklingar geti ákvarðað kyn sitt sjálft, út frá brenglun í hugarfari, er bara klikkun. Get ég þá ekki sagt, út frá minni upplifun, að ég sé eldri en ég er, jafnvel skráð mig 67 ára í Þjóðskrá og farið strax á eftirlaun?

Skildu eftir skilaboð