Hefur ESB séð Hamas fyrir efni í eldflaugar sínar?

frettinErlent, Evrópusambandið, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Hinn 10. október síðastliðinn birtist í Telegraph grein um að Evrópusambandið haldi áfram að fjármagna vatnsleiðslur til Gaza, jafnvel þótt Hamasliðar stæri sig af því að grafa vatnsleiðslur upp og nota þær í eldflaugar sem er skotið á almenna borgara í Ísrael, gjarnan bændur á samyrkjubúunum sem eru nálægt Gaza.

Í grein Telegraph segir að ESB hafi hjálpað til við að leggja meira en 30 mílur af vatns- og skólpleiðslum á Gaza og sett nær 100 milljónir evra í þá framkvæmd á síðasta áratug og hafi lofað samtals 1.18 milljörðum evra í stuðning við íbúa Vesturbakkans og Gaza á tímabilinu 2021 til 2024. Sagt er að bæði Þýskaland og Austurríki hafi stöðvað fjárstreymi til Palestínumanna af ótta við að fjármunirnir myndu rata til hryðjuverkasveitar Hamas, sem heldur meira en 100 manns í gíslingu - þar af mörgum börnum, en ESB heldur stuðningi áfram. Joseph Borrell tilkynnti það eftir innrás Hamas í Ísrael. Í greininni er haft eftir Frank Furedi, framkvæmdastjóra MCC hugveitunnar í Brussel að þeir sem stjórni utanríkisþjónustu ESB séu barnalegir. Það verði að fara fram skynsamlegt áhættumat áður en ráðist er í uppbyggingu sem hryðjuverkamenn Hamas gætu nýtt sér í hernaðarlegum tilgangi.

Frá 2015 hefur ESB unnið að því að sjá íbúum Gaza fyrir hreinu vatni, segir í Telegraph. Fyrst hafi verið lögð 18 kílómetra leiðsla í samvinnu við Unicef til að sjá 75.000 Palestínumönnum fyrir hreinu vatni á svæði í suðurhluta Gaza þar sem 95% vatns var talið ódrykkjarhæft og svo bættust við leiðslur til fráveitu skólps og aðrar vatnsleiðslur.

Vitað er að Qassam flugskeytin eru í uppáhaldi hjá Gazabúum. Þau eru gerð úr málmrörum, eldsneytið er blanda af sykri og tilbúnum áburði og sprengiefnið það sem fáanlegt er hverju sinni. Þau eru án stýrikerfis svo óvíst er hvar þau lenda. Haft er eftir Hamas að 5,000 skeyti hafi verið send á loft hið minnsta, á laugardaginn fyrir innrásina. Blaðamenn Telegraph segjast ekki geta sjálfir staðfest hvers konar vopn hafi verið notuð í eldfaugaregninu en menn óttist að byggingavörur sem gefnar hafi verið frá Vesturlöndum hafi verið notaðar í sumum tilfellum.

Skildu eftir skilaboð