Hagfræði og siðfræði mæðraveldis

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Munurinn á vinnutíma karla og kvenna á Íslandi er sá mesti á vesturlöndum eða 12 prósent. Á mánuði vinna karlar að jafnaði tveim dögum lengur en konur hér á landi. Karlar í hjónabandi vinna lengri vinnudag en ókvæntir karlar. Piparsveinar geta fremur um frjálst höfuð strokið en þeir karlar sem lúta persónulegu agavaldi kvenna.

Ofanritað er hagfræði mæðraveldisins sem skipar málum þannig karlinn sjái af tíma sínum í launavinnu en konan heima við. Helgi Tómasson prófessor í hagrannsóknum og tölfræði skrifar grein í helgarblað Morgunblaðsins og setur mæðraveldið í samhengi:

Gift hjón hafa að meðaltali meiri tekjur en summan af ógiftum karli og ógiftri konu. [...] Allt tal um kynbundinn launamun er því misskilningur. Hinn raunverulegi munur er á milli giftra karla og hinna hópanna. Sennilega er sá munur vegna skynsamlegrar verkaskiptingar hjóna. Aðilar hjónabandsins njóta afraksturs verkaskiptingarinnar.

Eiginkonur vinna sem sagt hið minnsta tveim dögum skemur á mánuði en eiginmenn, sennilega er munurinn meiri. Í október bættist við kvennafrídagurinn. Aukafrídaginn notuðu konurnar til að mótmæla feðraveldinu.

Skildu eftir skilaboð