Nokkur lönd hafna alræðisbrölti Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar(WHO)

frettinGústaf Skúlason, WHOLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Fleiri lönd neita að leggjast flöt fyrir breytingum á reglum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnir, WHO, sem veitir stofnuninni vald yfir heilbrigðismálum aðildarríkjanna. Slóvakía mun hafna yfirtöku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en Robert Fico, nýkjörinn forsætisráðherra Slóvakíu tilkynnti það þann 17. nóvember sl. Eistland hefur sagt nei við tillögum WHO. Nýja Sjáland er nýjasta landið sem neitar að afhenda fullveldið til WHO.

Breytingar á reglum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar mun veita þeim vald til að lýsa einhliða yfir „alþjóðlegu neyðarástandi í heilbrigðismálum.” Í slíku neyðarástandi getur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin þvingað einstök aðildarríki til að innleiða strangar heimsfaraldurshömlur. Borið saman við Svíþjóð sem valdi að fara mýkri leið en að loka öllu, þegar Covid gekk yfir, þá getur WHO neytt Svíþjóð til að setja harkalegri takmarkanir í hugsanlegum nýjum heimsfaraldri.

Nýja Sjáland

Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen skrifar á X (sjá að neðan):

“Við unnum! Sameiginleg viðleitni okkar hefur gert það! Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur sagt NEI við breytingunum WHO fyrir 1. desember 2023. Nýja Sjáland mun áskilja sér rétt varðandi tímaskerðingar WHO fyrir framtíðarbreytingar. Samtakamáttur fólksins og hagsmunagæsla hefur virkað! Hvenær mun breska þingið vakna við þessa ógnun?”

Fjölmiðlarnir þegja

Engir enskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu. Sænski miðillinn Frelsisfréttin komst að því, að Slóvakía valdi andstöðu við WHO, þegar miðillinn skoðaði slóvakíska fjölmiðla. Frelsisfréttin hafði því samband við Bridgen, sem sagði í gegnum SMS að hann hefði fengið upplýsingarnar frá breska hjartalækninum doktor Aseem Malhotra. Malhotra upplýsti stjórnmálamenn á Nýja Sjálandi um yfirtökuáætlanir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Malhotra skrifaði einnig um málið á X

„Okkur tókst það. Nýja Sjáland hefur hafnað breytingum WHO fyrir 1. desember. Ekki vanmeta kraft orðanna og hæfileika til að sannfæra fólk með viðræðum og hugrakkri samúð.”

New Zealand First skrifa á X, að landið afnemi allar takmarkanir vegna Covid-19, og það muni verða rannsakað hvernig yfirvöld tóku á heimsfaraldurinn í landinu. Einnig verður afstaða íbúanna könnuð um að takmarka vald Sameinuðu þjóðanna.

Sofandi stjórnmálamenn í Svíþjóð (og á Íslandi)

Sænska þingkonan Elsa Widding hefur verið ötull talsmaður þess, að Svíar hafni tillögum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Hún segir í viðtali við Frelsisfréttina, að eina rétta leiðin sé að „hafna öllum tillögum WHO.”

„Það er mjög mikilvægt að Svíþjóð geri það líka og ég vona bara, að fleiri lönd láti skynsemina ráða för og skilji hvað það þýðir ef þetta verður ekki gert. Við göngum út frá þeim breytingartillögum um alþjóða heilbrigðisreglur sem vinnunefnd IHR hefur lagt til.”

„Ég las upp grein 1, 12, 13 og 42 á þinginu og vill fá svör við því hvernig við (Svíþjóð) bregst við þessum skrifum sem eru gjörsamlega furðuleg…Við væntum þess, að Tedros Adhanom aðalritari WHO eigi ekki að geta einhliða lýst yfir neyðarástandi og lokað sænska samfélaginu. Vísindamenn segja að hann eigi ekki að geta gert það, en þannig er það nákvæmlega orðað í breytingartillögunum.”

Ástandið á Íslandi er síst betra. Stjórnmálamenn reyna sumir að telja öðrum trú um að það séu bara samsæriskenningar að halda því fram, að alþjóðastofnun eins og WHO sé með alræðistilburði. En tillögurnar veita WHO alræðisvald í heilbrigðismálum aðildarríkjanna og er afgerandi liður í því ferli að koma á einni alheimsstjórn sem kommúnistaflokkur Kína stendur að ásamt vestrænum ólígörkum og keyptum stjórnmálamönnum Vesturlanda.

Skildu eftir skilaboð