Ofsóknir þá og nú

frettinErlent, Hallur Hallsson, Stríð1 Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Vinstri menn okkar tíðar styðja ofbeldissveitir Hamas sem 7. október myrtu á annað þúsund Ísraela, börn, konur og menn. Hamas hefur strengt þess heit að útrýma ísraelsku þjóðinni, hrekja ísraela í hafið. Ísraelska þjóðin verðskuldar ekki ofsóknir, fremur en arabar í Palestínu. Hamas kúgar eigin þegna.

Af þessu tilefni er vert að minnast að fyrir 90 árum hófust ofsóknir á hendur gyðingum í Þýskalandi með valdatöku Hitlers. Gyðingar útskúfaðir í landi þar sem þeir höfðu búið um aldir. Í september 1935 á altari Satans í Nurnberg var ríkisborgararéttur tekinn af gyðingum. Nazistar reistu altari sitt í Nurnberg að fyrirmynd altaris Satans í Berlín sem flutt var frá Pergomos á 19. öld. Í nóvember 1938 var hin illræmda kristalnótt þegar brúnstakkar myrtu gyðinga í köldu blóði. Nazistar litu á gyðinga sem óæðri kynstofn. Flutningar hófust í útrýmingabúðirnar illræmdu. Vestrænar þjóðir tóku ekki á móti flóttafólki, þar á meðal við Íslendingar. Snorri G. Bergsson sagnfræðingur hefur líkt gyðingahatri við hundahatur. Hermann Jónasson forsætisráðherra 1934-1942 fór fyrir gyðingaandúð á þessum tíma. Í lok nóvember 1941 átti Haj al-Hussein, múslimski Múftinn í Jerúsalem, fund með Adolf Hitler í Berlín. Múftinn lagðist gegn flutningi gyðinga til Landsins helga og vildi útrýmingu þeirra.

Gyðingar á flótta í seinni  heimstyrjöldinni.

Sex milljónir Gyðinga

Sex vikum eftir fund Múftans með Hitler, 20. janúar 1942 hittust fimmtán nazistaforingjar undir forystu SS obengruppenführer, Reinhard Heydrich í Wannsee í útjaðri Berlín þar sem ákvörðun var tekin um lokalausina; Final-Solution. Markmiðið var útrýming 11 milljón gyðinga á þýsku yfirráðasvæði. Eftir fund var skálað í koníaki og efnt til veislu. Þýskar hersveitir höfðu þá umkringt Leníngrad, þær voru í útjaðri Moskvu, lagt undir sig Kænugarð á leið til Stalíngrad. Orrustan um Stalíngrad hófst í ágúst sama ár. Á útmánuðum 1943 hófst undanhald nazista frá Stalíngrad, innrás Bandamanna í Normandy var í júní 1944 og uppgjöf Þjóðverja í maí 1945. Nazistar drápu sex milljónir gyðinga.

Nasistar í seinni heimstyrjöldinni.

Hamas er illska

Eftir Helförina ríkti sérstakt samband milli Ísraels og Íslands. Thor Thors mælti fyrir stofnun Ísraels og Palestínu á þingi Sameinuðu þjóðanna 1947. Arabar í Palestínu vildu ekki stofna eigið ríki og hafa ávallt krafist tortýmingar Ísraels sem var stofnað í maí 1948. Arabaþjóðir réðust umvifalaust á hið unga ríki. Svo var sex daga stríðið 1967, Yom Kippur 1973. Steingrímur tók upp gyðingaandúð eftir föður sínum og breytti utanríkisstefnu Íslands. Árið 1990 hitti hann Yasser Arafat sem var með byssu í hulstri. Ísrael yfirgaf Gaza árið 2005 og afhenti Aröbum í Palestínu. Þúsundir ísraelskra fjölskyldna voru reknar frá Gaza í nokkurs konar þjóðernishreinsunum þar sem gyðingar voru útilokaðir frá Gaza sem varð auðn. Hamas komst til valda 2007, drap alla liðsmenn Fatah, eyðilagði gróðurhúsin, hefur blóðmjólkað og heilaþvegið palestínska Gazabúa. Hamas er illska, svartamyrkur. Ísrael-Arabar eru tæpar tvær milljónir með full ríkisborgararéttindi, arabískar konur hljóta menntun til jafns við karla ólíkt kúguðum konum Gaza. Þúsundir Araba gegna hermennsku og þjóna í ísraelska hernum á Gaza.

Ef Hamas nær markmiðum sínum að útrýma Ísrael, þá skulu menn vita að samkynhneigðir eru næstir og þá kristið fólk um allan heim. Árið 2014 samþykkti Reykjavíkurborg viðskiptabann á Ísrael og 2019 náði gyðingaandúð Íslendinga nýjum hæðum með framlagi Hatari í Eurovision sem fram fór í Ísrael; Hatrið mun sigra. Segja má að Hatari komi út úr utanríkisráðuneytinu, valið af RÚV til að breiða út hatur. "Lífið er tilgangslaust. Tómið heimtir alla," segir í textanum. RÚV er myrkur. Gætum að sagan rími ekki ...

Gíslataka Hamas þann 14. október síðastliðinn.

One Comment on “Ofsóknir þá og nú”

  1. „Vinstri menn okkar tíðar styðja ofbeldissveitir Hamas sem 7. október myrtu á annað þúsund Ísraela, börn, konur og menn. Hamas hefur strengt þess heit að útrýma ísraelsku þjóðinni, hrekja ísraela í hafið. Ísraelska þjóðin verðskuldar ekki ofsóknir, fremur en arabar í Palestínu. Hamas kúgar eigin þegna.“
    Satt og rétt Hallur að Hamas myrtu á annað þúsund ísraelskra borgara sumahverja á hrottalegan hátt. En réttlætir það í þínum huga að Ísraelar myrði Palestíumenn í þúsunda tali. Ef rétt er haft eftir eru fimm sinnum fleiri börn í Palestínu fallin en heildarfjöldi þeirra sem Hamas, athugaðu Hamas, ekki palestínsk börn, felldu í innrásinni. Þessi börn áttu engan þátt í innrásinni.
    Krafan um frið er ekki stuðningur við annan aðilann heldur krafa um að fjöldamorðum linni.
    Hver er munurinn á ásetningi Hitlers að útrýma Gyðingum og ásetningi Netans Yahoo að útrýma Palestínu?

Skildu eftir skilaboð