Gríðarlegur undirtónn fasisma í samfélaginu okkar

frettinInnlent, Viðtal3 Comments

Arnar Þór Jónsson, lögfræðingur og varaþingmaður segir konuna sína vera áttavitann sem hann treystir þegar hann efast um eigin dómgreind. Arnar, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar  segist jafnframt nota náttúruna og hreyfingu til þess að tengjast innsæinu:

,,Ég hef verið svo heppinn að eiga yndislega konu alveg síðan ég var mjög ungur og hún hefur í raun verið mitt akkeri í lífinu eftir að ég missti mömmu mína um tvítugt. Hún hefur sjálf gert mjög mikið til þess að læra að hlusta á eigin rödd með því að slökkva á ytri áreitum og fara inn á við. Hún segir mér alltaf hvað henni finnst og ég treysti dómgreind hennar mjög vel. Hún er með sterkari tengingu en ég sjálfur og hjálpar mér að skynja hvaða kjarna ég á að finna þegar ég er að tjá mig opinberlega," segir Arnar Þór, sem hefur einnig æft sig í að finna tengingu með því að verja tíma einn úti í náttúru og í göngutúrum.

Höfum öll rödd guðs innra með okkur, en erum hætt að kunna að hlusta

,,Við verðum reglulega að slökkva á öllum þessum ytri áreitum til þess að heyra í okkar eigin rödd. Hvort sem það er síminn, sjónvarpið, útvarpið eða annað, þá verðum við að kunna að slökkva á þessu öllu til þess að heyra í innsæinu. Hugurinn verður að losna við alla mengun til þess að ná að kyrrast og tengjast fyrir alvöru. Rödd guðs er innra með okkur öllum, en við kunnum ekki lengur að heyra í henni í allri þessarri áreitamengun."

Arnar, sem hefur vakið athygli fyrir að viðra óvinsælar skoðanir segist lifa eftir síðustu ráðleggingum pabba síns áður en hann varð Alzheimer´s að bráð. Hann segist hafa ákveðið að elta sannleikann og eigin sannfæringu alla tíð síðan:

,,Það síðasta sem pabbi minn, Ellert Schram, sagði við mig áður en hann sveif inn í afturhvarf til bernskunnar og varð alzheimer´s að bráð var: ,,Af hverju ættir þú að vera í stjórnmálum ef þú ætlar ekki að segja það sem þér finnst?" Hann var kominn á dvalarheimili og þetta var það síðasta sem hann sagði af fullu viti áður en sjúkdómurinn tók yfir. Ég tók þetta alla leið inn og þetta sat mjög í mér. Ég hef tekið þetta alvarlega alla leið síðan og mun aldrei hætta að segja það sem mér býr í brjósti. Ef fólk er á annað borð inni á Alþingi er eiginlega alveg galið að það þori ekki að fara eftir eigin sannfæringu og segja það sem því raunverulega finnst. En því miður sýnist mér að það sé nánast orðið undantekningin."

Í þættinum ræðir Arnar Þór um þá þróun hvernig stórfyrirtæki og stjórnvöld séu farin að tengjast óhugnalega mikið og að það sé þróun sem fólk verði að sporna við áður en það verður of seint:

„Það er í gangi markaðshyggja á sterum sem hirðir ekkert um hagsmuni vinnandi fólks. Þessi fyrirtæki, sem eru oft alþjóðleg eru í raun orðin hættuleg lýðræðinu af því að þau vilja bara þagga niður í fólki sem er ekki sátt við þessa þróun og vill breytingar. Yfirmenn þessarra fyrirtækja eru svo farnir að nota svipað tungumál og embættismenn og það eru merki um ákveðinn samruna milli risafyrirtækja og hins opinbera. Það er eitt það hættulegasta sem gerist og ein alvarlegasta myndbirting fasisma þegar stórfyrirtæki og pólitíska valdakefið sameinast og talar sama máli gagnvart almenningi. Það eru í gangi margar ráðstefnur og fleira þar sem er verið að taka ákvarðanir um að verja milljörðum af skattfé borgaranna í verkefni sem eru beinteingd alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þróunin bæði alþjóðlega og á Íslandi núna er sú að það er alltaf verið að færa valdið frá einstaklingum yfir til valdhafa eða stofnana, sem jafnvel eru ekki einu sinni í sama landi. Þannig er í raun verið að aftengja eðlilega lýðræðislega valddreifingu. Sagan segir okkur að við verðum að vera mjög vakandi yfir þessarri þróun og sporna við henni."

Arnar Þór segir að á vesturlöndum hafi á undanförnum árum átt sér stað þróun þar sem ákveðinn fasismi sé byrjaður að festa rætur:

„Það er mjög sterkur undirtónn fasisma í gangi í samfélaginu núna. Það er hóphyggja í gangi sem er með mjög lítið þol fyrir efa og andstæðum skoðunum. Það er engin stemmning fyrir því að þú sem einstaklingur leyfir þér að vera sjálfstæður og efast um það sem hópurinn er að hugsa. Það má finna þessa þróun bæði á hægri og vinstri vængnum og hlutunum er stýrt upp mjög svart hvítum og ekki mikið um samtöl þar sem blæbrigðin eru rædd. Það er alið mikið á ótta á þeim tímum sem við lifum núna og með því að hræra í pottum óttans er fólk fengið inn í fylkingar. Við sjáum þetta bæði á vettvangi stjórnmálanna og líka í fjölmiðlunum. Ég vil hafa trú á fólki og einstaklingum og að við getum talað okkur saman inn í niðurstöðu með því að rökræða ólíkar skoðanir," segir Arnar Þór, sem hvetur fólk til þess að hafa hugrekki til að elta sinn eigin sannleika:

Það gerast töfrar þegar maður þorir að segja sannleikann

„Það ger­ast ein­hverj­ir töfr­ar þegar maður slepp­ir ör­ygg­inu og elt­ir hlut­verk sitt og þorir að segja sannleikann. Ég hef fengið mjög mikið af þögl­um stuðningi fyr­ir að þora að tjá skoðanir sem fæst­ir þora að tjá op­in­ber­lega. Ég hef ekki tölu á stuðnings­skila­boðum frá fólki sem er sam­mála mér, en seg­ist ekki vilja tjá sömu skoðanir op­in­ber­lega. Þó að ég sé varaþingmaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn er mér ekki leng­ur mikið hleypt að borðinu. Al­mennt er mjög lítil stemmn­ing fyr­ir fólki sem vill rugga bátn­um. Ég er ekki viss um að mér verði nokk­urn tíma hleypt að aft­ur, en það er líka allt í lagi. Við töl­um mikið um að fagna fjöl­breyti­leik­an­um, sem er frá­bært. En fjöl­breyti­leik­inn hlýt­ur að þýða að all­ir megi tjá sinn sann­leika og við raun­veru­lega vilj­um fjöl­breyti­leika og fjöl­breytt­ar skoðanir," seg­ir Arn­ar. 

Hægt er að nálgast viðtalið við Arnar og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

3 Comments on “Gríðarlegur undirtónn fasisma í samfélaginu okkar”

  1. Ef þessi pappakassi er það besta sem andspyrnan hefur upp á bjóða til að stemma stigu við niðurrifi elítunar á Íslensku samfélagi þá erum við ekki í góðum málum.

  2. Þetta með fasisman er hárétt hjá honum Arnari, íslenskt samfélag er að fyllast af svona rusli þar sem lygaáróðurinn er keyrður áfram af elítufjölmiðlunum. Það mjög auðvelt að stýra umræðunni eftir áralangan skipulagðan heilþvott sem hefur verið keyrður áfram af siðblindri stjórnmálaelítunni svo áratugum skiptir.

    Mordur, þú talar um pappakassa?
    Ef þetta er þín skoðun á Arnari þá styður þú þennan fasisma?

Skildu eftir skilaboð